fbpx

NEWEST OBSESSION – AVOCADO TOAST

MATUR

Ég gerði óformlega könnun á Instagramstory hjá mér um daginn um hvort það væri einhver áhugi á að ég myndi deila með ykkur hvernig ég geri mitt Avocado toast.
Voru margir til í færslu sem þessa svo hér kemur hún:

Jara systir mín og ástralski mágur minn hann Ben komu til Íslands yfir jólin, einn morgunin buðu þau uppá home-made avacado toast og ohmæææægat hvað það var gott. Ég var fljót að biðja Ben um að kenna mér að gera þetta og þá sérstaklega pouched eggið.
Var þetta mun auðveldara en mig grunaði og borða ég þetta nær daglega núna. Mæli ég með að allir sem lesa þessa færslu útbúi góðan, heimagerðan brunch um helgina! Því ef ég get gert þetta þá geti þið þetta líka.
Annars verð ég seint talinn góður matarbloggari m.v þær myndir sem ég tók til þess að deila með ykkur..

1.
Ég byrja s.s á að stappa niður Avocado, super einfalt.
(1 millistórt Avocado dugar á tvær brauðsneiðar. )

2.
Síðan bæti ég meðlætinu út í Guac-ið, í þetta sinn notaði ég kirsuberjatómata og graslauk. Það er vel hægt að leika sér hérna með innihaldinu sem fer í guac-ið.
(Annars mæli ég með fersku chilli-i)

3.
Til að hafa guac-ið extra juicy bæti ég við grísku jógúrti – mikilvægt touchè, if you ask me. (Einnig hægt að nota rjómaost og sýrðan rjóma!)

4.
Útkoman:

5.
Svo er það hvernig á að gera svokallað ‘pouched’ egg, ég byrja á að brjóta eggið ofan í bolla áður en ég set það í semi-sjóðandi vatn.

6.
Þegar eggið er komið út í þá lítur það smá út eins og vitsugurnar í Harry Potter, en það er eðlilegt.

7.
Ég sný egginu með skeið og bý þannig til “skel” um eggið með hvítunni og læt það sjóða í c.a tvær mínótur.

8.
VOILA:

x2 yummi..

Takk fyrir að lesa!
X
Melkorka

MY 20 BIRTHDAY!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð