fbpx

MY 20 BIRTHDAY!

Síðastliðin laugardag fagnaði ég tvítugsafmælinu mínu með viðeigandi hætti, fór dagurinn fram úr öllum mínum vonum og skemmti ég mér ótrúlega vel.


Ég er mjög heppin með vinkonur sem gerðu skemmtilegan ratleik fyrir mig í tilefni dagsins, leikurinn byrjaði á því að mæta á Glerártorg þar sem þetta fína outfit beið mín – fékk oft spurninguna hvort ég væri að fara gifta mig hahah… Enda meira eins og það væri að gæsa mig heldur en annað.
Annars leiddu vísbendingarnar mig út um allan bæ m.a á lögreglustöðina þar sem nokkrar skemmtilegar áskorarnir biðu mín.
Mjög skemmtilegur og sömuleiðis óvæntur leikur sem sló heldur betur í gegn hjá undirritaðari.

 

Um kvöldið bauð ég nokkrum vinum í afmælisveislu til að fagna þessum tímamótum með mér, klikkaði snarlega á því að taka myndir, sem á það til að gerast þegar maður skemmtir sér vel, sem ég gerði!

Þangað til næst og takk fyrir að lesa

x

Melkorka Ýrr

NEW IN - SKECHERS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1