BODYSHOP – FOREVER AGAINST ANIMAL TESTING

Undanfarna mánuði hef ég verið í samstarfi með Body Shop á Íslandi, sú staðreynd kemur eflaust fáum sem lesa bloggið mitt eða fylgja mér á instagram á óvart – enda hef ég lofsamað vörurnar þeirra í hástert.
Gæði varanna og hráefnana sem notaðar eru leyna sér ekki, en það er ekki það eina sem ég fýla við Body Shop – heldur spilar afstaða þeirra gagnvart tilraunum á dýrum einnig stóran þátt í af hverju ég nota vörurnar þeirra, og með góðri samvisku.

Í gegnum ævina hef ég verið rosalega óupplýstur neytandi hvað varðar snyrtivörur – ég keypti oftar en ekki það sem ég sá á youtube hjá mínum uppáhalds ,,youtubers” án þess að pæla eitthvað frekar í þeim vörum sem ég var að kaupa og voru þær oftar en ekki ,,testaðar” á dýrum.

Í dag er ég sem betur fer búin að taka mig á og er mun meðvitaðari um það sem ég bæði versla mér og nota. En fyrir áhugasama er að finna veglegan lista af vörumerkjum sem eru  Cruelty Free + Vegan hér.
Það er einmitt eitt af mínum langtímamarkmiðum fyrir 2018 að vera búin að losa mig við allar þær vörur sem eru ekki cruelty free úr snyrtitöskunni.

Annars finnst mér voða viðeigandi að enda þessa færslu með mínum 5 uppáhalds vörum frá Body Shop, þið hafið eflaust séð þær flestar áður á einhverjum af mínum miðlum – en vörurnar eru eftirfarandi:

 

Uppáhalds varagljáinn minn – kallast strawberry bonbon
Uppáhalds Body-lotionið mitt meira um það hér.

Ég sá þennan farðahreinsi fyrst hjá Guðrúni Sørtveit, mjög góður!

Oils of life andlitskrem

Drops of glow illuminater

Að lokum vil ég hvetja ykkur til þess að kíkja í næstu Body Shop búð og skrifa undir plagg  sem er þar. En með því eru þið að hjálpa þeim að ná 8 milljónum undirskrifta til þess að pressa á sameinuðu þjóðirnar til þess að prófanir á dýrum verði bannaðar.

X
Melkorka

WORK: AOC

Skrifa Innlegg