WORK: AOC

Góðan dag kæru lesendur og gleðilegt nýtt ár!

Ég hef verið afar óvirk hérna inná undanfarið og lofa ég ykkur (og sjálfri mér) að bæta snarlega úr því, en ég er með margar skemmtilegar færslur í kollinum sem ég hlakka til að deila með ykkur.

Að þessu sinni má ég til með að deila með ykkur nokkrum myndum sem voru teknar fyrir nýja verslun hérna heima. Aoc heitir hún og þar er að finna margar skemmtilegar og sömuleiðis eigulegar flíkur.

Myndirnar tók Logi Þorvalds,
Högna Jónsdóttir sá um stíliseringu
og
Hrefna Namfa Finnsdóttir sá um förðun.

Þetta var afar skemmtileg myndataka svona rétt áður en ég lagði af stað til Flórida í smá fjölsyldufrí – en þetta blogg er akkúrat skrifað þaðan, hlakka ég til að deila með ykkur myndum úr þeirri ferð!

Þangað til næst,

x

Melkorka

COOL KID: RAGNHILDUR

Skrifa Innlegg