Melkorka Ýrr

CURRENT FAVORITES: BODY SHOP

Þegar ég kom heim frá Króatíu beið mín virkilega falleg og vegleg gjöf frá The Body Shop á Íslandi. Gjöfin innihélt líkams- krem og skrúbb, hreinsi- púður og vatn, andlitskrem og andlitsmaska. Ég veit afar lítið um snyrtivörur þó mér finnist gaman að nota þær, og er ég t.a.m háð líkamskremum og þ.a.l sjálftitlaður kremperri svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað umrædd gjöf hafi glatt mig.

Hér fyrir ofan sjáið þið vörurnar sem ég fékk að gjöf, Hawaiian Kukui líkamskremið, Mediterranean sjávarsaltskrúbb einnig fyrir líkamann, Japanskur Matcha Te maski, Kínverskt Ginseng og hrísgrjóna hreinsi- púður og mjólk og síðast en ekki síst Oils of life andlitskrem.

Uppáhalds varan sem ég fékk er klárlega þetta krem. Ég er sumsé með frekar þurra húð og ef hún er ekki vel nærð eftir sturtu á ég til með að eiga erfitt með svefn. Undafarið hef ég verið að nota Green Tea líkamskremið frá Elizabeth Arden, það er létt og gefur góðan raka, og hefur það reynst mér afar vel – en eftir að ég prufaði Hawaiian Kukui kremið frá Body shop er ekki aftur snúið, enda er þetta krem á allt öðru stigi og yfir öll önnur krem sem ég hef prufað hafin (einnig ódýara en E.A kremið).

Kremið gefur húðinni minni mikla næringu og vellíðan að ég hef sjaldan vitað annað eins, ekki nóg með það heldur verð ég jafn mjúk og ungbarnarass eftir á. Svo er lyktar kremið mjög vel að ég á til með að sleppa spreyja á mig ilmvatni eftir að hafa borið það á mig, og er það afar sjaldgæft.
Eins og nafnið gefur til kynna er aðal uppistaða kremsins Kukui olía sem kemur úr samnefndum trjám á Hawaii, í fyrra hreppti kremið “Elle International Beauty Award” titilinn fyrir að vera besta “Body Lotion-ið”, og kemur mér það ekki á óvart.

Eins og ég kom inná áðan þá er ég með þurra húð og fyrir vikið hef ég ekki þolað hina ýmsu skrúbba, þar sem þeir eiga það til að gera húðina mína ennþá þurrari og jafnvel stífa – ef það meikar einhvern sens.
Þ.a.l var ég ekkert sérlega bjartsýn á að geta notað þennan skrúbb, en skrúbburinn inniheldur svo mikla olíu að húðin mín verður ekki einungis endurnýjuð heldur líka silkimjúk. Sem mun koma sér vel að notum í vetur þegar ég fer að bera á mig brúnkukrem, þar sem bodylotion-ið getur verið of yfirþyrmandi rétt áður en ég ber á mig brúnku.

Japasnki Matcha Te maskinn hefur gert undur og stórmerki fyrir húðina mína, eftir að ég kom heim frá Króatíu var húðin mín í algjöru hakki, enda búin að ferðast mikið sl. mánuð – ofan á það átti ég til með að sofna með málninguna á mér, sem var ávísun upp á vandamál.
Maskinn er kaldur og djúphreinsandi, ég gæti ímyndað mér að hann svíður á þeim stöðum sem vandamálin  eru sem mest, en þykir það ekki óeðlilegt.

Mjög gott combo fyrir hreinsun húðarinnar, ertir ekki og skilur húðina eftir ljómandi og ferska.

Nú er komið að næst uppáhalds vörunni minni: Oils of life andlitskreminu, rakabombunni og ljómagjafanum (vil ég halda fram). Ég e l s k a þetta krem, bæði eitt og sér og undir farða. Þið sem eruð með þurra húð þá er þetta eitthvað fyrir ykkur, mark my words.
Samkvæmt umsögnum um vöruna gæti ég ímyndað mér að einhverjum þætti lyktin spes, og þar að leiðandi  þurft einhvern tíma til að venjast henni, en það er klárlega þess virði. Persónulega truflar lyktin mig ekkert, enda lykt sem endurspeglar gæði vörunnar.

Ég hef verslað mér vörur í Body shop í gegnum árin og alltaf gengið sátt út, en það sem mér finnst sérstaklega aðdáunarvert við þetta fyrirtæki er afstaða þeirra gegn tilraunum á dýrum, þar sem allar vörur frá þeim eru Cruelty Free, og eru þau dugleg að framleiða vegan vörur. Annars mæli ég með að þið lesið ykkur til um Body Shop og það sem það stendur fyrir, margt áhugavert sem fyrirtækið hefur verið að gera í sambandi við Community Trade og margt fleira!

Þangað til næst!

Melkorka

SAINT LAURENT Í PARÍS

Skrifa Innlegg