fbpx

SAINT LAURENT Í PARÍS

Sýning Saint Laurent á tískuvikunni í París heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum. Sýningin var haldin í gær, og var staðsetningin dáltið mögnuð en hún var undir berum himni fyrir framan upplýstan Eiffel-turninn. Að mínu mati var staðsetningin eins og rós í hnappagat á annars mjög vel heppnaðari tískusýningu.
Anthony Vaccarello, listrænn stjórnandi Saint Laurent sagðist vilja með sýningunni segja sögu af hinni frönsku Saint Laurent stelpu, og getur hver og einn dæmt fyrir sig hvort Vacarello náði að fanga stíl frönsku stúlkunnar. Fyrir mitt leiti hitti hann beint í mark, og rúmlega það.
Glamúr og partý einkenndi sýningu YSL að þessu sinni. Stuttir kjólar og stuttbuxur voru afar áberandi jafnt sem flegnir, gegnsæir toppar. Einnig var mikið um leður, fjaðrir og há stígvél – en stígvélin þóttu mér mjög skemmtileg þar sem þau voru heldur frábrugðin því sem við erum vön að sjá á undan förnum misserum. Þar sem þau voru annað hvort krumpuð og víð eða skreytt með fjöðrum. Sem mér þótti mjög skemmtileg smáatriði.

Eins og ég hef áður tekið fram var ég mjög hrifin af þessari línu og læt ég mín uppáhalds look fljóta með..


X
Melkorka

CHECK, CHECK, CHECK!

Skrifa Innlegg