CHECK, CHECK, CHECK!

Þið hafið með öllum líkindum rekið augun í flík með köflóttu munstri bæði í fatabúðunum og á netverslunum upp á síðkastið, en sjálf er ég ofsalega hrifin af þessu trendi. Enda tekur undirrituð munstruðum trendum og sömuleiðis litum fagnandi. Tala nú ekki um hversu haustleg köflótt munstur eru, a.m.k að mínu mati.
Sjálf á ég eina þykka, síða köflótta ullarkápu sem ég keypti á nytjamarkað á dýrum dóm þegar ég var í 9.bekk. Vildi svo til að ég hafði ekki kjark til þess að ganga í henni þá (það sem maður var mikið undir áhrifum annara), en sem betur fer gróf ég hana upp í vor og hef notað hana óspart síðan, og sé svo sannarlega fram á að nota hana áfram.

 

Það er vel hægt að leika sér með köflótta munstrið og para því saman við hin mismunandi munstur og liti. Allt er nú hægt í tísku að mínu mati.
X
Melkorka

KRÓATÍA:

Skrifa Innlegg