KRÓATÍA:

Síðustu daga hefur undirrituð verið fjarri góðu gamni á samfélagsmiðlum, og er fínt að kúpla sig niður frá þeim af og til. En aldrei hefði mig órað að fólk myndi senda mér skilaboð með hvatningu um að birta fleiri myndir og vera virkari og er ég ekki búin að ákveða mig hvort mér finnist það skemmtilegt, eða heldur creepy – enda eru þetta skilaboð frá erlendum karlmönnum…………….
En helsta ástæða fyrir fjarveru minni er vegna þess að síminn minn eyðilagðist í útskriftarferðinni minni út í Króatíu, en ég er einmitt nýkomin heim úr þeirri ferð.

Var sú ferð ekkert smá nice og náði ég að slappa heilmikið af og var sú afslöppun afar kærkomin þar sem það hefur aldrei verið eins mikið að gera hjá mér og í sumar.
Sökum símaleysis tók ég ekki margar myndir, en vinkonur mínar voru þó duglegar að leyfa mér að stelast í tækin þeirra af og til svo ég gæti documentarað ferðina a.mk eitthvað, bæði til að deila með ykkur og fyrir sjálfa mig, enda voru margar skemmtilegar minningar skapaðar í þessari ferð sem mér finnst verðugt að geyma og sakar ekki ef þær eru líka til á myndrænu formi.

Annars gæti ég ekki mælt nógu mikið með Króatíu, en það er svo fallegt þarna; náttúran, litríku húsin, sjórinn, strendurnar, litlu skúturnar, snekkjurnar og þannig mætti lengi telja.
Þar sem við vorum í 10 daga ákvað ferðaskrifstofan sem sá um ferðina að skipta ferðinni í tvennt með þeim hætti að fyrri helminginn vorum við á Vodice og þann seinni á eyjunni Hvar.
Vorum við í enda ferðamanna-tímabilsins og hafði það sína kosti og galla, kostirnir voru klárlega þeir að það var ekki mikið af “auka” ferðamönnum. Gallarnir voru hinsvegar þeir að maður fann svolítið hvað þjónustufólk á hótelinu og sumum veitingastöðum var ekki að nenna okkur, enda eflaust orðið þreytt eftir túristastrauminn yfir sumartímann. Síðan lokuðu sumir barir og skemmtistaðir frekar snemma, miðað við það að við vorum í útskriftarferð a.m.k. Sem skipti auðvitað engu höfuðmáli fyrir 160 manna hóp – en ef þið eruð að spá í að fara til Króatíu einhverntímann þá vitiði a.m.k af þessu.

Áður en við fórum á Hvar var ég búin að lesa mér til um eyjuna, og tóku allir túristamiðlar fram að það væri ógrynni af bretum á eyjunni, bjóst ég við svona einum breskum bar og kannski u.þ.b 30 bretum – það var svo aldeilis ekki raunin þar sem mér fannst ég vera komin á breska nýlendu, þeir voru allstaðar og er ég ekki frá því að það voru fleiri bretar á eyjinni heldur en innfæddir.

Annars skemmti ég mér mjög vel, en fyrir forvitna þá stóð Blue Cave ferðin og Toga partý-ið lang mest uppúr, og ef einhver er á leiðinni á þessar slóðir og vill skoða Blue Cave þá mæli ég með stoppi í Green Cave – En þar er hægt að synda inn í hellinn, mjög gaman. en Toga partýið var haldið í kastala sem er staðsettur mjög ofarlega á Hvar, þannig “salurinn” var bæði í takt við þemað og við vorum með útsýni yfir allan bæinn, sem var alls ekki leiðinlegt.

En mig langar að enda þessa færslu með myndum úr ferðinni!

Blue Cave/mynd tekin af google 

Annars er það helst í fréttum að ég var á Eskifirði um nýliðna helgi á 44. sambandsþingi SUS, og var ég í framboði með Ingvari Smára, nýkjörnum formanni sambandsins og er ég þ.a.l einn af þremur fulltrúum NA-kjördæmisins, sem er bara stuð.
Þangað til næst <3
xx
Melkorka

VIÐTAL VIÐ ANN-SOFIE!

Skrifa Innlegg