fbpx

Vilt þú vinna eintak af Lokkum?

HárLokkar

Í síðustu viku fór nýja bókin mín LOKKAR loksins í prentun. Þetta er búið að vera rosaleg vinna, lærdómsríkt og ótrúlega skemmtilegt. Ég mæli að sjálfsögðu engan veginn með því að gera bók á þremur mánuðum við neinn lifandi mann, en þrátt fyrir tímarammann sem við höfðum þá kom þetta svo vel út og ég gæti ekki verið ánægðari með útkomuna. Edda útgáfa er að gefa bókina út og er gaman að segja frá því hvað þau öll eru frábær og að við hefðum aldrei getað gert þetta svona vel án þeirra.

Bókin inniheldur yfir 60 greiðslur ætlaðar flottum og ungum stelpum. Hún í kennsluformi og sett upp á svipaðan máta og fyrri bókin mín HÁRIÐ.

LOKKAR er væntanleg í búðir fyrstu vikuna í nóvember (eða aðra vikuna, fer eftir því hvort allt gengur upp) <3

1377000_212987142195351_1050619981_n

Það eina sem þú þarft að gera er að:


Læka þessa færslu
Skrifa skemmtilegt ummæli hér fyrir neðan um af hverju þú vilt fá bókina
Læka facebook síðu LOKKA

…………….

Vinningshafarnir tveir verða dregnir út 1.nóvember

<3 <3 <3

Of sítt hár

Skrifa Innlegg

114 Skilaboð

  1. Eygló Hansdóttir

    18. October 2013

    Kæmi sér mjög vel fyrir mömmuna sem er ekkert sú flinkasta að gera fínt í hárið á einni 2 ára skottu :)

  2. Bryndis Oddsdottir

    18. October 2013

    Ehh já takk :)

  3. Jórunn Gröndal

    18. October 2013

    3ja ára dóttir mín er með þykkasta hár sem ég veit um og ekki hefur hún það frá mér svo ég þarf sárlega svona bók til að kenna mér að hafa hemil á öllu þessu hári :D

  4. Ásta

    18. October 2013

    Litla stelpan mín er alveg einstaklega hárprúð og það væri gaman að prófa svona fínar greiðslur á henni :)

  5. Lilja Rún Gunnarsdóttir

    18. October 2013

    Væri mikið til í þessa bók til að greiða litlu stelpunni minni, ég á sjálf bókina Hárið og nota hana mikið :)

  6. Freyja Jóhannsdóttir

    18. October 2013

    Væri gaman að eignast þessa bók, fá hugmyndir og kennslu af greiðslum fyrir prinsessuna mína

  7. Guðfinna Birta

    18. October 2013

    Væri til í að eignast hana því litla frænka mín er í henni :-)

  8. Kolbrún Lilja Arnarsdóttir

    18. October 2013

    Fyrsta bókin er æði og gaman að greiða úr henni, á litla sæta 7 ára frænku sem myndi hoppa hæð sína ef hún fengi þessa bók í safnið og mamma hennar fengi að dunda sér. :)

  9. Fjóla Dögg

    18. October 2013

    Væri til í að eignast hana, það skemmtilegasta sem ég geri er að gera fínar hárgreiðslur í litlar skvísur í kringum mig, ég á Hárið og hef notað hana mjög mikið :)

  10. Íris Norðfjörð

    18. October 2013

    Væri svo til í að gleðja litla fína frænku með bókinni :)

  11. Sólveig Sara

    18. October 2013

    Mig langar mikið til að eignast bókina til að fá fleiri hugmyndir um hárgreiðslu þar sem að hárið mitt er orðið svo sítt og vantar hugmyndir til að gera eitthvað í það :)

  12. Klara Steinarsdóttir

    18. October 2013

    Væri gaman að eignast svona bók og æfa mig á litlu stelpunni minni sem elskar að vera með fínar greiðlsur í hárinu :)

  13. Thelma

    18. October 2013

    Langar bara rosalega mikið í þessa bók …
    ( Á tvær hárprúðar dætur)

  14. Aldís

    18. October 2013

    Alveg er ég viss um að þessi bók sé jafn mikið meistaraverk og HÁRIÐ bókin þín :) Með þennan flotta hóp af fólki á bak við bækurnar þínar !! Við erum 2 stelpur á mínu heimili, ein stór (ég) og ein lítil (dóttir mín) . ..við höfum hingað til notast við HÁRIÐ til að fá innblástur í skemmtilegar greiðslur, og alveg er ég viss um að við eigum báðar eftir að njóta góðs af hugmyndum úr LOKKUM ;) ..hlakka til að sjá bæði greiðslurnar í bókinni, og myndverkin !! Saga Sig er alveg einstök í sínu fagi ** bestu kveðjur, Aldís

  15. Ármey Óskarsdóttir

    18. October 2013

    já takk

  16. Karitas Ottesen

    18. October 2013

    Dóttir mín bíður eftir því að fá sítt hár eins og Garðabrúða. Ég sagði henni eitt sinn frá því að efað hún yrði dugleg að greiða það og hafa það fínt myndi það síkka muun hraðar.
    Núna á morgnanna, áður en við húrrum í leikskólann þá pantar hún fléttur í kross og þess háttar skapandi snilld frá hennar eigin höfði. Mér þætti tilvalið að eiga bókin svo við getum kannski haft pantanirnar mun auðveldari.

    Bkv.
    KaritasOttesen

  17. Hulda Björnsdóttir

    18. October 2013

    Er svolítið spent fyrir þessari bók. Ég á bókina Hárið og renn stundum í gegnum hana ef ég er algjörlega hugmyndasnauð og langar að gera eitthvað nýtt í hárið. Ég er byrjaði að læra hársnyrti, og er langt komin, hef ekki gefið mér tíma í að klára, en ég er alltaf með puttana í þessu. :D Væri gaman að hafa eina svona skemmtilegta bók til að kíkja í :D

  18. Þóra Margrét Jónsdóttir

    18. October 2013

    Þessi bók kæmi sér vel fyrir allar stelpurnar á heimilinu og þá sérstaklega 5 ára prinsessuna með hár niður á rass! :)

  19. Vildís Björk Bjarkadóttir

    18. October 2013

    Dóttir mín biður oft um alls konar fínerí í hárið sitt og leiða mömmuhjartað segist ekki kunna það þannig að skvísan endar alltaf með venjulega fléttu, tagl eða snúð. Það væri skemmtilegt að hafa leiðbeiningar að flottum greiðslum því æfingin skapar meistarann ;)

  20. Jóhanna Ágústa Stefánsdóttir

    18. October 2013

    Langar til þess að geta gert eitthvað fallegt í síða hárið á prinsessunni minni. Gaman að prófa nýjar greiðslur.

  21. Brynja Ólafsdóttir

    18. October 2013

    Langar svo að læra að gera e-ð fallegt í hárið á dótturinni, núna er hárið á henni eins og á Ronju Ræningjadóttur

  22. Helga Björg

    18. October 2013

    Ég myndi gjarnan vilja eiga þessa bók til að geta gert eitthvað flott í hárið á stelpunni minni en pabbinn þarf yfirleitt að laga ef ég reyni að gera eitthvað í hárið á henni :) Við nánari umhugsun þá held ég að ég myndi gefa pabbanum bókina, hann er hárgreiðslumeistari heimilisins :)

  23. Karen SIf Stefánsdóttir

    18. October 2013

    oh já, væri svo til í þessa bók því oft er maður mjög takmarkaður í hugmyndum :)

  24. Anna Margrét

    18. October 2013

    Þessi bók er nauðsynleg á mitt heimili… þar eru 2 skvísur sem finnst skemmtilegast að láta pabba sinn sjá um hárgreiðsluna :) Því miður kann hann bara að gera eina greiðslu :)

  25. Hilda Sigurðardóttir

    18. October 2013

    Dóttir mín sex ára myndi hoppa hæð sína af kæti. Hún veit ekkert skemmtilegra en að láta nostra við hárið á sér og oft skoðum við YouTube til að finna eitthvað spennand.i Þetta yrði mest lesna bókin á þessu heimili.

  26. Helga Eir

    18. October 2013

    Mig langar svo í þessa – fyrst og fremst vegna því að mér finnst hún svo falleg. Myndi setja hana uppá hillu hjá mér hjá hinum fallegu bókunum. Til hamingju með hana :)

  27. Íris Grétarsdóttir

    18. October 2013

    Á eina 4 mánaða og bókin kæmi sér vel í framtíðinni þegar ég fer að setja eitthvað í hárið á henni :)

  28. Guðrún Vilborg

    18. October 2013

    Væri svo til í svona snilldar bók til að æfa mig að gera eitthvað fallegt í hárið á stelpunni minn :D (styttist vonandi í nógu mikið hár ;) )

  29. Íris Jack

    18. October 2013

    Á 3 hárprúðar frænkur og myndi vilja gefa einhverri af þeim þessa bók :)

  30. Kristína Aðalsteins

    18. October 2013

    Mig langar voðalega í þessa bók til þess að geta kennt litlu 6 ára systur minni að gera hárið sitt fínt, en ég gaf hinni fjórtán ára systur minni bókina þína í jólagjöf í fyrra og hún varð alsæl!

  31. Andrea

    18. October 2013

    langar í, langar í, langar í fyrir litla frumburðinn minn :) (og mig)

  32. Guðbjörg Þóra Jónsdóttir

    18. October 2013

    Það væri frábært fyrir lítið starfandi hárgreiðslumeirstara að eignast svona flotta bók og geta þá kannski hrist flottar greiðslur fram úr erminni, ansi langt síðan ég hef gert það :o)

  33. Ágústa G Ólafsdóttir

    18. October 2013

    Vá hvað vantar þessa bók á heimilið, það eru alltaf 3 dömur hérna á hverjum degi og svo kemur stjúpdóttirin annað slagið = 4 stelpur sem tengjast heimilinu og ég mamman er ekki sú snjallasta að gera flott í hárið :)

  34. Kolla

    18. October 2013

    12 ára dóttir mín er með sítt og mjög þykkt hár. Ég er algerlega hugmyndasnauð varðandi að setja eitthvað annað en tagl í hárið á henni

  35. Þessa bók langar okkur mæðgurnar mikið í, en fyrir ári síðan eignaðist ég dóttir og er það fyrsta prinsessan í þessari 5 manna fjölskyldu, (fyrir utan mömmuna,) Og þó svo að hún sé einungis árs gömul hefur hún nú farið 2 sinnum í klippingu og er á leiðinni í 3 sinn, ó já hún er hárprúð þessi skvísa.
    Þess vegna væri frábært að eignast þessa bók svo að hún líti nú ekki alltaf út eins og lukkutröll litla skinnið hehe.

  36. Elísa Rut

    18. October 2013

    langar í þessa bók því hún virkar spennandi verkfæri með sívaxandi hári 2jgga ára dóttur minnar <3

  37. Anna Kristín Halldórsdóttir

    18. October 2013

    Dóttir mín er alltaf eins og lita nornin nanna um hárið þannig að það er ljóst að ég verð að fara að læra eitthvað um hár til að bjarga málnum

  38. Jónína Eyvindsdóttir

    18. October 2013

    Mig dauðlangar að eignast þessa bók þar sem ég á eina 4 ára skvísu sem er með hár nánast niður á rass. Og því miður er ég ekki nægilega klár að gera eitthvað flott við það. Vantar því alveg smá aðstoð :)

  39. Andrea Jónsdóttir

    18. October 2013

    Væri nú ekki leiðinlegt að eignast svona bók, er með 2 prinsessur ein sem er 9 ára og er sko alveg með skoðanir hvernig hárið skal vera og mamman er ekki alveg að skilja hvað hún er að tala um stundum, kæmi þá sér vel að hafa þetta á prenti :D Hin er reyndar ný fædd en væri gott að vera búin að æfa sig áður en kæmi að greiðslu tímabilinu. :D

  40. Margrét Ólöf Halldórsdóttir

    18. October 2013

    Ég á eina litla frænku sem yrði svo glöð að vera alltaf með fína greiðslu úr bókinni þinni. Mamma hennar myndi sko fá mitt eintak ef ég yrði svo heppin að vinna eitt.
    Sælla er að gefa en þiggja :)

  41. Guðrún Erna

    18. October 2013

    Mig langar mikið til þess að eignast þessa bók. Ég á eina litla krullustelpu sem er með svakalega fallegt hár og hefur sterkar skoðanir á því hvernig greiðslur hún vill vera með. Þessi bók væri því alveg tilvalin fyrir hana -og mig:)

  42. Berta

    18. October 2013

    Dóttir mín er með svakalega þykkt, sítt og fallegt hár. Mig langar svo að setja fallegt í hárið á henni en veit ekki hvað ég á að gera, er algjörlega hugmyndasnauð! Hlakka til að skoða bókina og ekki væri verra að fá hana gefins :)

  43. Ragnheiður

    18. October 2013

    Langar svooo í þessa æðislegu bók! :)

  44. Ástrós Lea

    18. October 2013

    Á litla fjögurra ára systur, er búin að prófa að gera allar greiðlsurnar úr Hárið bókinni í hana, en henni finnst langskemmtilegast þegar við gerum greiðslu úr bókinni ! Þess vegna væri yndislegt að eignast Lokkar..

  45. Hlín Ólafsdóttir

    18. October 2013

    Til hamingju með nýju bókina :)
    Við eigum Hárið og notum hana mikið, það væri frábært að fá systur hennar við hliðina á henni, hér í hilluna.

  46. María Ósk

    18. October 2013

    Já langar mjög mikið í þessa bók. Á 2 stelpur og ég kann ekki að vera neitt í hárið á þeim. Þannig væri gaman ef ég gæti gert eitthvað í þær :)

  47. Ásdís Hrönn Oddsdóttir

    18. October 2013

    Það væri dásamlegt að geta gert fallegar greiðslur í litlu prinsessurnar mínar :)

  48. Hrund

    18. October 2013

    Ég held að þessi bók sé nauðsyn þegar stelpan mín fer að þurfa fínt í hárið þar sem mamman er algjör klaufi :P

  49. Særún

    18. October 2013

    Það myndi koma sér vel að eiga þessa bók, þar sem það erum tvær prinsessur hérna á heimilinu sem finnst mjög gaman að vera fínar.

  50. jóhanna ey

    18. October 2013

    lokkabók fyrir lokkaprúðar stelpur ;)

  51. Heiða Pétursdóttir Dam

    18. October 2013

    Væri yndislegt að eignast þessa bók! Svo pabbi dömunnar minnar geti gert hana fína þegar mamman er ekki heima ;) og ég auðvitað æft mig betur og betur að gera allskonar fallegt í hana.

  52. Halla

    18. October 2013

    Kæra Theodóra Mjöll ég er amma 4urra fallegra stelpna 6,5,4 og 2 1/2. Yndislegt væri að geta flett upp í LOKKUM þegar kúrt er hjá ömmu og afa þegar kemur að sunnudagaskólagreiðslum. Amman er ekki sérstaklega fim í greiðslum. Ég hef fylgst með þér á Trendneti við gerð bóka þinna. Hlakka til að sjá þá nýju. Gangi þér sem allra best.

  53. Margret Sörensen

    18. October 2013

    Væri gaman að eignast þessa bók. Á prinsessu sem finnst rosalega gaman að vera fín :0)

  54. Dagný gudjonsdóttir

    18. October 2013

    Þetta er skyldueign fyrir stelpumömmur, dóttlan mín yrði nú sátt ef mamman mundi aðeins auka metnaðinn við lokkaa. Væri æði

  55. Eygló

    18. October 2013

    Ég keypti mér fyrri bókina, hún var frábær og mig langar að bæta þessari í safnið! :) x

  56. Kristín Álfheiður Fjeldsted

    18. October 2013

    Ég á tvær Lokka dísir sem yrðu í himnasælu að fá þessa bók <3

  57. Jana

    18. October 2013

    Litla 4 ára gullið mitt lítur oftast út eins og lukkutröll því bæði mamma hennar og pabbi eru með 10 þumalputta. Mig langar því mikið að læra eitthvað einfalt og fallegt sem þumalputtarnir mínir ráða við.

  58. Heiðrún Ólafsdóttir

    18. October 2013

    Á litla frænku sem finnst svo gaman að láta setja í sig greiðslur, væri svo gaman að gleðja hana

  59. Hafdís

    18. October 2013

    Ég á Háríð og ég er búin að nota hana nokkuð mikið þannig ég óó svo til í að eignast lokka fyrir 3 ára fósturdóttur mína. Þú ert náttúrulega snillingur svo þetta geeetur ekki klikkað***

  60. Hólmfríður Magnúsdóttir

    18. October 2013

    Ég hlakka svo ótrúlega til að geta byrjað að gera greiðslur í 9 mánaða gamla dóttur mína.. Kannski smá langt í það en hárið þykknar með hvejrum deginum og ég sé þessa tíma í hyllingum. Þess vegna kæmi þessi bók sér einkar vel á mínu heimili.
    Ég hef fylgst með blogginu síðan það kom hingað á trendnet, hlakka til að lesa meira um hár og hárumhirðu.. einnig hönnun sem ég hef virkilegan áhuga á. Áfram þú! :)

  61. Sunna

    18. October 2013

    Væri ekki leiðinlegt að eiga svona fallega bók og geta gert fínerí í hárið á frænkuskottunum ;)

  62. Bogga

    18. October 2013

    Við eigum fyrri bókina og hún sko oft búin að bjarga okkur. 7.ára skvísunni finnst ekkert of gaman að láta græja hárið en þegar hún getur flett bókinni og valið greiðslu er þetta ekkert mál – Snillingur takk fyrir okkur ;)
    Ég veit ekki hvor okkar er spenntari fyrir bókinni ;)

  63. Ingunn Björgvinsdóttir

    18. October 2013

    Ólst upp með hárgreiðslu-mömmu og alltaf elskað að leika svolítið með hárið, fikta í öllu því hári sem ég næ að grípa í :) Stelpan mín fékk alveg upp í kok af föstu fléttunum á hverjum morgni og ballett-hnútnum og mikið grín gert að því að blessað barnið væri alveg strekkt í framan, svo mikið var vandað til verksins ;)

    Nú á hún eina yndislega 3ja ára skvísu sem amma elskar að fá að greiða en mamman bannaði föstu föstu fléttuna áður en barnið fæddist en það breyttist nú þegar skvísan litla var komin með sitt flotta síða hár sem á að fá að vaxa (var dauðhrædd um að hún yrði klippt stutt en jibbý, hún á að fá að safna hári ;) ) Mamman er ansi góð í að gera alls konar flott í hárið á litlu skvísunni en mig langar svo að við eignumst svona bók þar sem eitthvað nýtt og skemmtilegt er að sjá og læra :)

    Til hamingju með bókina, hún á eftir að fljúga út – vona að ég verði sú heppna með að hneppa eitt eintak :)

  64. Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir

    18. October 2013

    Það væri yndislegt að fá LOKKA til að gera eitthvað fallegt við LOKKA dóttur minnar <3

  65. Herdís Hermannsdóttir

    18. October 2013

    Alltaf gaman að lesa bloggið þitt! :)
    Elska fyrri bókina frá þér og væri frábært að fá þessa bók til þess að greiða fallegu litlu frænkunum og dóttur minni þegar hún verður komin með hár :) Þessi bók mun svo án efa fara í nokkra jólapakka frá mér í ár.

  66. Elín Ösp

    19. October 2013

    Èg og 4 ára stelpan mín, bíðum svo spenntar eftir nýju bókinni þinni. Við notumst svo mikið við Hárið, búnar að læra svo mikið af þér, þú ert algjör snillingur i því sem þú gerir og góður leiðbeinandi;). Gangi þér sem allra best með nýju flottu bókina ;)
    Beztu kv

  67. Margrét Arna

    19. October 2013

    Ég á litla frænku sem er ekki hrifin af því að láta mömmu sína setja eitthvað í hárið. Mamma hennar er mjög flink en mig grunar að svona bók geti hjálpað þeim að velja greiðslur saman og þá gæti þolinmæðin orðið aðeins meiri:)

  68. Sólveig María

    19. October 2013

    Væri alveg til í þessa bók svo ég geti lært að gera fleiri greiðslur í prinsessuna mína :)

  69. Anna Sigurðardóttir

    19. October 2013

    Ég var að eignast stelpu 1. október sl. og kann bara að gera venjulega fléttu, það væri snilld að læra allskonar fléttur og greiðslur til að gera í hárið á henni þegar hún verður komin með sítt hár :)

  70. Sigrún Hafsteinsdóttir

    19. October 2013

    Þessi bók þarf að vera til á mínu heimili, 2 stelpur og mamma og pabbi sem eru ekkert sérstaklega frumleg í hárgreiðslum :D

  71. Særún Ósk Böðvarsdóttir

    19. October 2013

    Ég væri svo sannarlega til í að eignast eintak. Ég er nokkuð viss um að bókin sé hin fullkomna jólagjöf handa systurdætrum mínum þremur.
    Kv. Særún

  72. Herdís

    19. October 2013

    Af því ég hef pervertískan áhuga á alls konar hárgreiðslum!

  73. Karen Ýrr

    19. October 2013

    Væri mjög til í þessa bók :) Þetta væri hin fullkomna jólagjöf!

  74. Snædís Ósk

    19. October 2013

    Ég er alveg með 10 þumalputta og algjör klaufi þegar kemur að því að gera fínt í hár. Ég þarf sem betur fer ekki að hafa áhyggjur af hárinu á stráknum mínum en það væri gaman að vera búin að æfa sig smá áður en stelpan, sem ég ætla að eignast einn daginn, kemur í heiminn :)

  75. Ástrós Ýr

    19. October 2013

    Á 2 yngri systur sem eiga báðar afmæli bráðum og væri gaman að gefa þeim þessa bók :)

  76. Elsa

    19. October 2013

    Væri mjög gaman að eignast þessa bók, finnst rosalega gaman að prófa nýjar greiðslur í mig og 5 ára stelpuna mína sem er með mjög sítt hár :) væri gaman að sjá skemmtilegar hugmyndir til þessa að gera í hana :)

  77. Hekla

    19. October 2013

    Ég á tvær sætar systur sem eru alltaf að æfa sig í að gera nýjar hárgreiðslur í hvor aðra! Ég held að ég yrði ansi vinsæl stóra systir ef ég myndi gefa þeim svona flotta bók, þá fæ ég kannski líka að eiga bókina mína (Hárið) í friði! ;)

  78. Steinunn Laufey Skjóldal

    20. October 2013

    Á enga litla stelpu til að greiða, bara strák en hefði ekkert á móti því að kunna að greiða sjálfri mer :D

  79. Helga Berglind

    20. October 2013

    Þessi bók væri snilld fyrir okkur mæðgurnar, er loksis farin að mega gera eitthvað i hárið a litlu dömunni , en mamman er eitthvað hálf hugmyndasnauð ;)

  80. Dagmar Jónsdóttir

    20. October 2013

    Já takk :) fallega yndið mitt sem er 7ára myndi sko hoppa hæð sýna ef mamman myndi vinna svona skemmtilega bók með fullt af góðum og fallegum hugmyndum í hárið á henni :) Takk,takk

  81. Klara Óðinsdóttir

    20. October 2013

    Ég væri rosalega til í einstak af þessari bók þar sem ég á eina litla frænku sem er mikill aðdáandi Hársins og ég veit að yrði ofboðslega glöð að fá þessa bók sem hún er búin að bíða mjög spennt eftir að komi út :)

  82. Auður Ósk Sigurþórsdóttir

    20. October 2013

    langar geta lært að gera eitthvað annað í litlu syst því það var svo gott að eigi hinabókina og enþá berta að eiga þessa líka :D

  83. Alda María Ingadóttir

    20. October 2013

    “Hárið” er svo flott bók að ég verð að fá að glugga í þessa líka :)

  84. Hrönn Hilmarsdóttir

    20. October 2013

    Ég á ekki prinsessu sem þarf að greiða, en ég er 19 ára aupair í þýskalandi með hár niður á rass og það eina sem ég kann að setja í það er tagl og venjuleg flétta ! Síðan þarf ég að greiða lítilli 3ja ára á hverjum morgni og það gengur ekki alltof vel því hún vill alltaf hafa eitthvað voða fínt, sem ég kann ekki að gera ! Það væri því mjög vel þegið að fá bókina Lokkar svo að við yrðum nú aðeins prúðbúnari um hárið í komandi framtíð :)

  85. Dagmar Heiða Reynisdóttir

    20. October 2013

    Mér finnst mjög gaman að greiða bæði mér og dóttur minni og á hina bókina, Hárið. Finnst sérstaklega gaman að gera fléttur og langar mjög mikið í þessa bók svo við mægður getum verið ennþa fínni :)

  86. Birgitta

    20. October 2013

    Ég á þrjár dætur, tvær 6 ára og eina 2 ára. Það eina sem ég get sett í hárið á vesalings börnunum er tagl og venjuleg flétta. Ég er algjörlega hugmyndasnauð og finnst alveg ferlegt að kunna ekki einu sinni að gera fastafléttur í þær! Þessar eldri koma af og til með þá ósk að fá fastar fléttur og verða alltaf jafn vonsviknar þegar tilraunirnar mínar bera ekki glæstan árangur! Þannig að já..ég verð að eignast þessa bók takk! :)

  87. Áslaug Þorgeirs.

    21. October 2013

    Litlu stelpurnar mínar, Karítas og Hrafntinna, væru mjög sáttar ef foreldrarnir myndu eignast svona bók (Og foreldrarnir yrðu líka sáttir) !

    Mikið rosalega finnst mér, mömmunni, þessi bók líta vel út – Hárgreiðslurnar, myndirnar og allt heildarlúkkið – VEL GERT :)

  88. Steinunn Reynisdóttir

    21. October 2013

    Æði! mig langar að eignast þessa bók fyrir okkur mæðgurnar. Mun koma að góðum notum þegar litla dóttir mín er komin með svolítið meira hár en þangað til get ég pottþétt lagað á mér hárið með því að hafa þessa bók :)

  89. Sigrún Svava

    21. October 2013

    Já takk :)

  90. Berglind Ásgeirsdóttir

    21. October 2013

    Já takk :) ég elska að fikta í hári og er stundum kölluð “fléttu”Berglind.
    Á tvo stelpu hausa hér heimafyrir með algjörlega sitthvora tegundina af hári svo maður þarf að vera frumlegur og væri frábært að eignast þessa bók til að auka á innblástur.

  91. Ingibjörg Ólafsdóttir

    21. October 2013

    Þarf að læra að flétta af viti. Ómögulegt að hafa barnið eins og reytta hænu :)

  92. Hjördís Arna Hjartardottir

    21. October 2013

    Væri svo til i tessa flottu bók til ad geta gert flottuar greidslur i mig og stelpuna mína!

  93. Sigríður Sigurðardóttir

    21. October 2013

    Kæmi sér mjög vel enda á ég tvær stelpur :)

  94. Steinunn Elsa Bjarnadóttir

    21. October 2013

    Já takk :) Á dóttir sem er með mjög fallegt en erfitt hár svo við erum ekkert allt of flinkar við að greiða það og mamman mjög hugmyndasnauð.

  95. Sigrún Ósk Jónsdóttir

    21. October 2013

    Væri innilega til eintak af þessari ! Hárið var æðisleg trúi ekki öðru enn þessi verður jafn glæsileg! Alltaf gaman að fylgjast með blogginu hjá þér !

  96. María Ósk Guðbrandsdóttir

    21. October 2013

    Dóttir mín yrði ofsalega glöð ef ég gæti greitt henni öðruvísi en bara tagl hehe er allsekki stelpumamma en langar svo sannarlega að læra =)

  97. Bryndís Harðardóttir

    21. October 2013

    Til hamingju með bókina, sú fyrsta er rosa flott og get ekki beðið eftir að glugga í þessa. Við mæðgur (3) myndum alveg elska að fá eitt eintak.
    Kv Bryndís

  98. María Ósk Felixdóttir

    22. October 2013

    Væri æðislegt að fá þessa bók, alltaf gaman að læra að gera nýjar greiðslur :)

  99. Ragnheður Jónsdóttir

    22. October 2013

    Væri æði að hafa svona bók til að æfa sig og reyna að redda fermingargreiðslunni í vor

  100. Lilja Björg Guðmundsdóttir

    22. October 2013

    HÁRIÐ er æðisleg bók og hentar mér frábærlega (nota hana mikið) en LOKKAR höfðar væntanlega til dóttur minnar sem gæti kryddað tilveruna með nýjum greiðslum.

  101. Málfríður Sandra

    23. October 2013

    Mikið yrði gaman að gera eitthvað fallegt í krulluskvísuna mína með hárið út um allt alltaf ;)

  102. Anna Lind Björnsdóttir

    23. October 2013

    Mikið væri ég til í að eiga þessa flottu bók. Ég á dóttir sem er 3 ára og ég er alveg hræðileg að gera eitthvað í hárið á henni. Ég hugsa oft um það þegar ég skila henni á leikskólann að hún sé öruggleg verst greidda barnið á leikskólanum, svo það væri gaman að geta bætt úr því :)

  103. Katrín Lilja Ólafsdóttir

    23. October 2013

    Ég þyrfti svo á þessari bók að halda. Á þessa yndislegu 7 ára dóttur sem er með sítt hár og ótrúlega klaufamömmu í hári. Mig langar að geta gert fallegt í hárið á henni.

  104. Hrefna Björg

    24. October 2013

    Mér finnst pínu vandræðalegt að senda 3. ára dóttur mína í hárgreiðslu til ömmu sinnar eða móðursystur þannig þessi kæmi að góðum notum fyrir mig og hana :)

  105. Lilja Lind

    25. October 2013

    Ji minn eini hvað mig langar mikið í þessa bók.
    Á eina litla skottu og mikið væri gaman að geta gert e-ð fallegt í hárið hennar :)

  106. Unnur Guðjónsdóttir

    25. October 2013

    Við erum 4 stelpur á mínu heimili með sítt hár :)

  107. Björk Jónsdóttir

    25. October 2013

    það sem mig langar í þessa bók fyrir yndislegu bræðradætur mínar (6ára og 3ára), sem finnst ótrúlega gaman að velja sér greiðslur upp úr hárbókinni þinni sem kom út í fyrra :) væri æði að bæta þessari bók í safnið og auka greiðslumöguleikunum fyrir litlu skotturnar :D!

  108. Rakel Halldórsdóttir

    25. October 2013

    Er með hár langleiðina niður á rass og er ekki sú hugmyndaríkasta að gera eitthvað fallegt við það!
    Myndi koma sér vel :)

  109. Magnea Dröfn Hlynsdóttir

    30. October 2013

    Það sem mig vantar hugmyndir fyrir fíngerða síða hárið mitt. Tagl og slétt hár er orðið svolítið þreytt :)

  110. Hafdís Ársælsdóttir

    31. October 2013

    Ég hlakka svo til að skoða bókina því mig vantar sárlega hugmyndir og kennslu :)

  111. Eygló Jónsdóttir

    1. November 2013

    Á tvær lokkaprúðar stúlkur svo bókin kæmi sér afar vel :)

  112. Sigurlaug G.Kristjánsdóttir

    8. November 2013

    Var mjög hrifin af síðustu bók þinni. Langar að eignast þessa handa 11 ára dóttir minni sem hefur síða fallega lokka en á mömmu sem mætti standa sig betur i hárgreiðslunni :-)

  113. Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

    23. November 2013

    Mig langar að læra að gera e.h extra fallegt í hár dætra minna 3

  114. sunna lind

    28. November 2013

    ja takk :) á 2 stelpur sem eru orðnar þreyttar a thessu litla sem eg kann að gera i hár, væri ekki slæmt að fa þessa bok og læra eitthvað nýtt :D