fbpx

Of sítt hár

Hár

Já það er til eitthvað sem heitir of sítt hár :)

Það er alveg ótrúlegt með okkur konurnar, við virðumst allar alltaf vera að safna hári. Þá spyr maður sig: Safna í hvað? 

Þið eflaust vitið að ég er mjög hrifin af hári, ég er hrifnari af síðu hári en stuttu hári og legg meira upp úr því að kenna konum að greiða á sér hárið og breyta því þannig heldur en að klippa það í offorsi í leit að breytingu.

Þegar hárið nær ákveðinni sídd, sem er mismunandi eftir hárgerðum, þá verður það svo þungt og mikið um sig að það hættir að vera fallegt, missir ljómann og sjarmann. Það hálfpartinn deyr. Verður flatt að ofan og úfið í endana, nánast ómögulegt að fá lyftingu í rótina og engin greiðsla, krullur né spennur haldast í því.

Of sítt hár er ekki fallegt. Ef þið eruð að safna hári spurjið ykkur að þessu: Í hvað er ég að safna? Af hverju er ég að safna síðara hári? Ef þið getið ekki svarað því, hættið þá að safna og klippið almennilega af því í hvert skipti þegar þið farið í klippingu.

 

 

Byrjuð að klippa aftur á Rauðhettu :)

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Karen Lind

    16. October 2013

    Vá, ég er svo sek að vera ein af þessum með “of sítt hár”..

    .. en eg elska það & get ekki hugsað mer að klippa það..

    Ég klippi mig meira að segja sjálf, hahaha.. & lita það ekki… ástandið á mér er það gott!

    • Theodóra Mjöll

      16. October 2013

      KAREN!! Skamm!! ;) Bannað að klippa sig sjálfur….. hættessu rugli og farðu í klippingu kona ;)

      • Karen Lind

        16. October 2013

        Haha! Ég er eflaust skyld Sillu Rósu. Ég greiði mér líka örsjaldan!

        #gjaldþrot

    • LV

      16. October 2013

      Mér finnst þú ekki vera með of sítt, allavega ekki af myndunum að dæma, mjög fallegt og heilbrigt hár :)

      -LV

  2. Maria

    16. October 2013

    Hvenrig vaeri ad koma med nokkrar fyrir og eftir myndir til ad hughreysta okkur sem hofum ekki kjark.

    • Theodóra Mjöll

      17. October 2013

      Já það er frábær hugmynd!
      Ég skal sýna mynd fyrir og eftir, ef ég fæ einhverntíman einhverja til mín í klippingu sem þorir :)

  3. Silla Rósa

    16. October 2013

    Er með sítt hár og veit ekkert í hvað ég er að safna enda er ekki að safna, það vex eins og arfi og það hentar mér bara best að vera með sítt hár og einmitt klippi það sjálf :)

    Viðurkenni það að ég nenni samt voða lítið að setja upp greiðslu og enda með tætt tagl og stundum kemur það fyrir að ég bursta það ekki einu sinni í marga daga híhí hárburstinn minn hefur ekki sést síðan í lok ágústmánaðar og hef ég því deilt hundagreiðunni með hvuttanum mínum.

    Það mætti segja að ég verðskuldi ekki sítt hár því ég leyfi því ekki að njóta sín né nota möguleikana sem það býður upp á, en það verður ekki klippt :)

    • Theodóra Mjöll

      17. October 2013

      Hahaha vá ég þekki alltof margar stelpur sem hugsa nákvmælega svona.

      Ég get samt lofað þér því að ef þú klippir það þannig að tættu endarnir fá að fjúka og það komi falleg heild á allt hárið, að þú verðir 10000x ánægðari með það.

      Margar stelpur sem ég hef klippt í gegnum tíðina sem eru að halda í einhverjar tæjur bara til að vera með það síðara, sjá eftir að ég klippi það af að hárið virkar síðara og miklu ÞYKKARA en áður ;)

      Bannað að klippa sig sjálf, algjört no no ;)

  4. Inga Rós

    16. October 2013

    Algjörlega sammála þessu, það er mjög erfitt fyrir konur með fíngert og þunnt hár að fá lyftingu í það þegar það er mjög sítt. Betra að hafa flott millisítt eða stutt hár frekar en líflaust og lint sítt hár :)

  5. Vala

    16. October 2013

    Vá, er hjartanlega sammála þessu!

  6. Dóra Birgis

    16. October 2013

    Vá, sumar þarna eru örugglega oft með hausverk!