Vilt þú læra að krulla og bylgja hárið ?
Áttu krullujárn en kannt ekkert á það? Langar þig að fá smá liði eða miklar krullur en veist ekkert hvernig á að framkvæma það, eða það tekur þig alltof langan tíma svo þú sleppir því og endar með hárið í sama snúðinum dag eftir dag?
Ég og Baldur Rafn hárgreiðslusnillingur ætlum að bjóða kvenþjóðinni upp á almennilega krullu- og bylgjukennslu miðvikudaginn 17.september frá 19:30-21:30 í heildsölunni Bpro, Ögurhvarfi 4.
Baldur Rafn verður með góða fræðslu um mikilvægi þess að velja réttu hárvörurnar sem hentar hverjum og einum. Svo mun ég kenna allt frá hversdagskrullum upp í hátíðarkrullur á einfaldan og skilvirkan máta og eru þáttakendur hvattir til að koma með óskir um kennsluefni sem verður einnig farið í.
Á námskeiðinu er hægt að versla hárvörur frá Label.m og járn frá HH simonsen á sérstöku Trendnet- tilboði – 25% afslætti.
Námskeiðið kostar 6000kr og komast einungis 15 konur að til að tryggja góða og persónulega kennslu.
Skráning á námskeiðið og frekari upplýsingar eru í netfanginu theodora.mjoll@gmail.com
………
Fram að námskeiðinu fer fram skemmtilegur instagramleikur þar sem allar konur (og karlar?) eru hvattar til að gera fallegar krullur í hárið á sér og merkja myndina með hashtagginu #trendkrullur
Vinningshafinn verður svo dreginn út í næstu viku og fær FRÍTT á námskeiðið, krullujárn frá HH simonsen að EIGIN vali og gjafakörfu fulla af hárvörum frá Label.m
Hlakka til að sjá myndirnar ! =)
xxx
Theodóra Mjöll
Skrifa Innlegg