fbpx

Viðtal í fréttatímanum

Umfjöllun

Blaðamaður hjá Fréttatímanum hafði samband við mig fyrr í vikunni og bað um að fá mig í smá viðtal fyrir blaðið. Þetta litla viðtal varð svo alveg óvart að trúnó og sagði ég henni frá öllu lífi mínu og hvernig ég þróaðist út í að vera sú manneskja sem ég er í dag.

Var á smá bömmer eftir viðtalið,  að ég hafi nú sagt of mikið, en ég ætla að taka jákvæðnina á þetta og vonast til þess að stelpur sem hafa lent í því sama og ég geti nýtt sér sögu mína og annað hvort leitað sér hjálpar eða fengið þær til að líta öðrum augum á ofbeldið. Notað það til styrktar en ekki til niðurrifs!

Hér má sjá viðtalið í heild sinni

Hárolíur

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

  1. Anna

    14. December 2012

    Þekki þig ekki en mér fannst þetta frábært viðtal og þú komst rosalega vel útúr því. Klárlega styrkur fyrir aðra að lesa þetta og til hamingju með flotta bók, ég hef nýtt nokkrar greiðslur nú þegar. :)

    • Theodóra Mjöll

      16. December 2012

      Takk kærlega fyrir það :)

    • Theodóra Mjöll

      16. December 2012

      Takk kærlega, þú ert sjálf dásamleg! :)

  2. þóranna

    15. December 2012

    kemur alls ekki illa út elskan min, ert alltaf flottust. elska þessa mynd af ykkur óliver.

    • Theodóra Mjöll

      16. December 2012

      Takk elskan :)

  3. Guðrún

    15. December 2012

    Þekki þig ekki neitt en þetta er bara flott viðtal og þú þarft ekki að vera á neinum bömmer :) Ég dáist af fólki sem þorir að tala svona opinskátt um svona hræðilega atburði. Þú ert kjörkuð. Gangi þér vel.

    • Theodóra Mjöll

      16. December 2012

      Takk kærlega fyrir:)

  4. Alex

    15. December 2012

    þú ert frábær! – það á að vekja meiri athygli á því hvað kynbundið ofbeldi er algengt – hvetjandi fyrir konur að geta séð svona flotta fyrirmynd eins og þig sem lét það þó ekki eyðileggja líf sitt – gangi þér allt í haginn og gleðileg jól! :*

    • Theodóra Mjöll

      16. December 2012

      Ji minn takk fyrir það! Það er í raun ótrúlegt hvað kynbundið ofbeldi er algengara en maður mynda halda og því er nauðsynlegt að koma fram og tala um það. Vonast auðvitað til að geta hjálpað einhverjum!
      Gleðileg jól sömuleiðis :)

  5. Erla

    16. December 2012

    Ég vil bara þakka þér fyrir viðtalið það þarf kjark til að vera opinská, mér fannst viðtalið frábært.

    • Theodóra Mjöll

      16. December 2012

      Takk kærlega fyrir það, gott að þurfa ekki að vera á bömmer yfir þessu :)

  6. Þóra

    17. December 2012

    Viðtalið var flott, þú ert góð fyrirmynd og það er nauðsynlegt að opna umræðuna og dáist ég að þér og öllum hinum sem hafa þorað að tjá sig!

    yfir í allt annað, þá rak ég strax augun í þennan fallega hnött sem er á myndinni af ykkur mæðginum! má ég spyrja hvar þú fékkst hann?

    • Theodóra Mjöll

      17. December 2012

      Takk fyrir það:)
      En hnöttinn á pabbi minn og fékk hann fyrir mörgum mörgum árum síðan….
      Ég veit samt sem áður að hægt er að fá fallega hnetti í Epal. :)

  7. Eva

    23. December 2012

    Flott viðtal við sterka og flotta unga konu. Mér finnst þú kjörkuð og í viðtalinu kemur þetta svo hreint og beint fram, dáist að þér! Frábært líka að þú þorir að viðurkenna það sem margar mæður eiga erfitt með…að þetta getur allt verið erfitt og alls ekkert bleikt ský alltaf. Gangi þér ótrúlega vel í framtíðinni:)