fbpx

Undirbúningur og viðtöl fyrir Lífsstíl

Lífsstíll

Síðustu vikur hafa verið afdrifaríkar, áhugaverðar og smá krefjandi. Það tekur mikla æfingu að vera spyrill og halda utan um sjónvarpsþátt, sérstaklega þegar ég hef aldrei gert neitt þessu líkt áður á ævinni. Það eru forréttindi að fá að vinna við áhugamálið sitt og gæti ég ekki verið hamingjusamari með nýju vinnuna mína =)

Fyrsti þáttur Lífsstíls fer í loftið 13.mars, sem er eftir tæpa viku (!!!!!!) og verður stútfullur af skemmtilegu og áhugaverðu fólki sem enginn tísku- og hönnunarunnandi má missa af!

Ég spjallaði við Ernu Hreins, nýja ritsjóra Nýs Lífs ( þið deyið þegar þið sjáið hvern hún fékk í forsíðuviðtalið í mars blaðinu!!!), fór í Tefélagið og fékk að smakka alvöru te og kynnast fyrirtækjarekstrinum sem er virkilega áhugaverður. Svo munum við taka út sýninguna TEHÚS / TEASER sem opnar í Spark kl 17:00 í dag og spjöllum við nokkra hönnuði sem eru að sýna frá verkum sýnum þar, en ég mæli eindregið með að allir kíki á sýninguna. Ég og Bjarni (myndatökumaður) verðum á staðnum að taka stutt viðtöl við hönnuðina og sýna frá stemningunni =)

upptaka1

Hér sjáið þið Bjarna tökumann að verkum. Snillingur hér á ferð!

upptaka2 upptaka3

Erna Hreins í viðtali =)

upptaka4

Sjáið hvað þetta er guðdómlega girnilegt….og bragðast alveg jafn vel og það lítur út! Mmmm….

Þátturinn: Parks and recreation

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Andrea

    7. March 2014

    Spennó Hlakka mikið til :)

  2. Guðrún Ósk

    8. March 2014

    Þú ert svo dugleg. Hlakka til að sjá!