Það hefur líklegast ekki farið fram hjá neinum að 90’s hefur verið með svakalega endurkomu síðustu misseri. í þetta skiptið er það chokers! Sem er frekar ljótt orð að mínu mati fyrir skartgrip…en það er annað mál. Hvað ætli chokers sé á íslensku? Hálsband?
90´s endurkoman hefur teygt út anga sína í tónlist, hár, förðun, fötum, skóm, fylgihlutum og síðast en ekki síst, í heimilisvörum. Hvað ætli verði næst?
En ég er gríðarlegur aðdáandi 90’s tískunnar og sérstaklega tónlistarinnar….halló, Céline Dion og Mariah Carey upp á sitt besta! Syngja með vinkonunum inn í vel lokuðu herbergi “I will always love you” og “Hero”…..Hvað ætli 10 ára stelpur séu að syngja einar inn íherbergi í dag? Miley Cyrus “wrekcing ball”?? Hahah….þvílíkar breytingar á textagerð síðustu ára. Vonum bara að þessi svakalega kynvæðing í popptónlistinni sé búin að ná sinni hæð og fari að dala með árunum…
Ég elska chokers, þó ekki úr flaueli með hangandi gimstein eða plastband með rifflum, heldur þessa betrumbættu og fáguðu útgáfu sem sást svo víða á tískupöllunum undanfarin misseri…
Þessi skartgripur mátti sjá á nýlegri sýningu Chanel. Mér finnast þau pínku eins og fancy heyrnatól….
Svarti klúturinn/hálsskartið/choker er úr smiðju Dior.
Balenciaga kom með þennan fjaðurlíkis-choker. Fallegur.
Yves Sain Laurent
Veit ekki hverjir þessir fyrir ofan koma, en jii minn hvað þeir eru fallegir! Og á fallegum konum…
Fíngerð, fáguð og einföld hálsmen klikka aldrei!
Skrifa Innlegg