fbpx

Töflur til að síkka og þykkja hárið

HárHárvörur

Heildsalan IceCare hafði samband við mig á dögunum til að kynna mig fyrir töflunum Hair Volume sem þau flytja inn. Töflurnar eru frá danska heilsuvörumerkinu New Nordic og eiga að styrkja hárið, efla hárvöxt OG þykkja það. Þetta hljómar nánast lygilega en ég tók mína fyrstu töflu í dag og ætla að prófa og sjá hvort þetta virki.

Ég fékk sendar 30 töflur og ætla að taka eina á dag (eins og mælt er með) og læt ykkur svo vita eftir 30 daga hvernig og hvort þetta virki. Ég er bara nokkuð spennt! =)

hair-351x470

Töflurnar innihalda:
Elftingu (horsetail extract)
Epla extract
Hirsi (millet extract)
Amínósýrur (L-Cysteine og L-methinonine)
Bíótín
Pantótenat sýra
Zink
Kopar
………………….
Mér sýnast innihaldsefnin vera nokkuð mögnuð, svo ég efast ekki um að þetta eigi eftir að gera mér gott hvort sem hárið vex meira eða ekki…
xxx
Theodóra Mjöll

 

 

 

Sleiktur snúður

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

7 Skilaboð

  1. Matthildur

    3. September 2014

    Hljómar vel :) Spennandi að sjá hvað gerist, en hefurðu hugmynd um hvort þetta sé nú þegar komið í sölu og þá hvar? :) Feeling hopeful :D

    • Melkorka

      3. September 2014

      Ég keypti þær um daginn í Lyfju í Lágmúla :)

    • Ragga

      4. September 2014

      Ég sá þetta í apótekinu í gær :)

    • Sunna

      4. September 2014

      Já þetta er til í Hagkaup, og ég er búin að vera taka þetta í sirka 2 mánuði. Ég held að þetta sé að virka vel, allavega ekki eins mikið hárlos hjá mér :)

    • Eva Björt

      4. September 2014

      Eg var í lyfju eða apótekinu sem er við hliðiná bónus á nýbýlavegi (held eg að þetta heiti) og sá þetta í hillunni þar og kostar um 3000kr :)

  2. Bára

    4. September 2014

    Ég er forvitin að vita hvort þessar virki eins og Hárkúr-vítamínið…. það svínvirkar… á öll hár líkamans!
    Sem er kannski alveg það sem maður óskar eftir ;)

  3. Guðrún Vald.

    4. September 2014

    Ég þarf á einhverju svona að halda, mun fylgjast spennt með því hárið mitt NEITAR að síkka eftir að ég lét klippa það tæplega axlarsítt í vor. Og ekki verra ef það myndi þykkjast í leiðinni. :)