Hvort sem það er kaffi, te, vatn eða sódavatn, þá drekk ég vel af því yfir daginn. Þar sem það er mikið að gera og maður er í sífelldri leit að aukaorku yfir daginn til að komast yfir þau verkefni sem manni bíða þá leitast ég þó mikið í koffín.
Ég kynntist alveg óvart magnesíum drykknum Zero High5 á dögunum þar sem ég fann freyðitöflurnar inn í eldhússkáp hjá mér. Emil maðurinn minn hafði keypt þetta einhverntíman í einhverri búð og steingleymt því.
Allavegana, þá er þessi drykkur snilld. Kemur mér alveg af stað á morgnana, fæ mér þetta frekar en tvo kaffibolla eftir að ég vakna í 750ml af vatni.
Fyrir áhugasama þá fann ég góða innihaldslýsingu á freyðitöflunum hér.
Fróðleikur um magnesíum (tekið af doktor.is)
Magnesíum er fjórða algengasta efnið í líkamanum. Þar eru um það bil 25 g af magnesíum, helmingur í beinunum en hinn helmingurinn deilist á vöðva og aðra mjúka vefi.
Magnesíum er samþætt fleiri en 300 ensímum sem eiga hlut að orkubúskap líkamans, prótínsamruna og kjarnsýruefnaskipta. Magnesíum gegnir líka mikilvægu hlutverki við taugaboðsendingar til vöðva og við hjartsláttarstjórnun.
Magnesíum er einnig nauðsynlegt til að halda uppi efnaskiptum líkamans svo að starfsemi vöðva og hjarta gangi eðlilega. Magnesíum er notað í lyf og bætiefni við meðhöndlun á magasári (sýrubindandi) og sem hægðalyf.
Skrifa Innlegg