fbpx

Nýr háralitur

Hár

Loksins lét ég verða af því. Ég setti grátóna lit yfir hárið á mér…..segi ekki að hárið sé í besta standinu, en nú tekur við djúpnæringapakki og olíur til að vinna upp rakann sem ég missti við að aflita það og setja gráan tón yfir.

Það sem maður fórnar ekki fyrir rétta litinn =)

litur1 litur2 litur3

Öðruvísi fjölskyldumyndir

Skrifa Innlegg

18 Skilaboð

  1. Helga

    14. May 2014

    Mega flott! Er þetta það heitasta heita?

    • Theodóra Mjöll

      14. May 2014

      Haha já þetta er það heitasta heita í heitasta heita litnum sem er ekki svo heitur-heldur ískaldur ;)

  2. Halla

    15. May 2014

    Vá, geðveikt! Hvernig gerðiru þetta?

    • Theodóra Mjöll

      18. May 2014

      Takkk! En ég létt aflitaði allt hárið á mér með 3% festi í ca 20 mín og setti svo 11,1 með dashi af 12,2 í 3% yfir það allt í 40 mín =)

  3. Gerður Guðrún

    15. May 2014

    hahaha ice ice baby! Þetta er rosalega flott og fer þér mega vel ;)

  4. Viktoria Kr Guðbjartsdóttir

    15. May 2014

    Þetta er svo fáránlega flott !

  5. Eva Björk

    15. May 2014

    Ég hef margoft beðið um svona lit á hárgreiðslustofum en alltaf sagt að það sé ekki hægt að ná fram flottum gráum lit, bara hvítum með aflitun.
    Hvernig fórst þú að þessu? :)

    • Theodóra Mjöll

      18. May 2014

      Það er bara bull og vitleysa =) Það er ekkert mál að ná grátóna lit þó svo að hárið sé ekki hvítt-aflitað. Bara spurning um réttu litina!
      Ég setti 11,1 með dashi af 12,2 í 3% festi yfir allt hárið í 40 mín =)

      • Jónína Sigríður Grímsdóttir

        9. June 2014

        Hæ hvaða liti ertu að nota?
        kv jónína mojo

        • Theodóra Mjöll

          11. June 2014

          Sæl ég er nýbyrjuð að nota PALCO litina og er mjög ánægð með þá =)

  6. Thelma

    15. May 2014

    Geðveikt, fer þér svakalega vel!

    • Theodóra Mjöll

      18. May 2014

      Takk er mjög ánægð með breytinguna =) Skemmtilegt hvernig liturinn í andlitinu breytist! Ég er með beliktóna hvíta húð og að vera með svona kaldan lit á móti gerir mig bara svolítið tanaða haha….allavegana á mínum mælikvarða =)

  7. LV

    15. May 2014

    Mega kúl ! Hvernig gerðirðu liðina í hárinu ?

    – LV

    • Theodóra Mjöll

      18. May 2014

      Takkkk…en ég setti gróflega Rod2 járnið í allt hárið sem er eins og öfug keila. Elska það krullujárn.
      Svo hristi ég vel í því og notaði Soufflé =)

  8. Karen Andrea

    16. May 2014

    Æði :)

  9. Sara

    29. May 2014

    Þetta er ekkert smá flott, hvaða tegund af lit notaðir þú?

    • Theodóra Mjöll

      11. June 2014

      Takk kærlega fyrir, ég nota litina frá PALCO =)