Grænkál (Kale á ensku) flokkast sem ofurfæða því það er eitt næringarríkasta grænmeti sem fyrirfinnst.
Það inniheldur m.a. A, C og E vítamín, járn, kalk, magnesíum og fólínsýru og hefur góð áhrif á ristil, þarma og lifur.
Grænkál er kjörið í ávaxtaþeyting, súpur, salöt, pottrétti, gufusoðið eða léttsteikt á pönnu með öðru grænmeti.
Grænkál er bragðgott, einkum ef það hefur náð að frjósa, því frostið örvar niðurbrot á mjölva þannig að það verður sætara. Í mörgum löndum er grænkál vinsælt grænmeti og er selt í álíka magni og höfuðkál.
Innihald í 100 g |
|
Vatn 85 g
|
|
Orkurík efnasambönd |
|
Prótein 5,0 g
|
Trefjar 4,3 g
|
Kolvetni 7,3 g
|
Fita 0,6 g
|
kj 235
|
kcal 56
|
Steinefni |
|
Járn 2,3 mg
|
Kalk 200 mg
|
Vítamín |
|
A Ret. ein 850 µg
|
B1 0.15 mg
|
B2 0.29 mg
|
Niacin 2,8 mg
|
C (askorbínsýra) 150 mg
|
Einnig eru rannsóknir sem sýna að grænkálið getur komið í veg fyrir krabbamein og er ein auðveldasta-heilbrigða leiðin til að léttast!
…………
Ég finn ótrúlegan mun eftir að ég bætti grænkáli í mitt daglega mataræði. Meltingin er betri og ég kúka miklu betur (haha sorrry, en þetta er satt!). Ég finn að ég er orkumeiri og tilbúnari í daginn! Einnig er mælt með fyrir óléttar konur að borða grænkál þegar hægðirnar eru að valda þeim vandræðum, sem er mjög algengt vandamál.
Það sem ég hef verið að gera er að saxa grænkál mjög smátt og set það í poka og inn í frysti. Svo bæti ég því út í þeytinginn minn á morgnana eða um miðjan daginn. Stundum á kvöldin!
………
Uppskrift af FULLKOMNUM grænkálsþeyting:
Banani og vatn
Chia fræ
Frosið mangó
Tvær lúkur af frosnu grænkáli
…….
Einnig er uppskrift að grænkálssnakki búið að fara eins og eldur um sinu á netinu síðustu vikur…á eftir að prófa það!
xxxx
Theodóra Mjöll
Heimildir: www.islenskt.is, lifandimarkadur.is, www.whfoods.com
Skrifa Innlegg