fbpx

Vinna ::: Ígló&Indí

Í síðustu viku var ég að vinna í skemmtilegu verkefni fyrir Ígló& Indí þar sem haust- og vetrarlína 2014 var tekin fyrir. Myndatakan var upp á 20.hæð í Höfðatorgi sem er alveg klikkað útaf fyrir sig. Ekki amarlegt að hafa æðar Reykjavíkurborgar, hafið og fjöllin fyrir framan sig á meðan unnið er með einu faglegasta og flottasta fólki bransans. Ég er ekki frá því að þetta kreatíva umhverfi hafi haft mikil áhrif á hversu vel myndatakan gekk fyrir sig og hversu vel krakkarnir stóðu sig í hlutverkinu fyrir framan myndavélina hjá Írisi Dögg ljósmyndara.

Helga Ólafsdóttir, hönnuðurinn á bak við Ígló&Indí fór hamförum og stjórnaði og klæddi krakkana upp svo frábærlega. Karítas Pálsdóttir er grafískur hönnuður hjá Ílgó&Indí og gerði hún meðal annars allt propsið. Svo var hún Guðbjörg Huldís sem sá um smink, en fyrir þá sem ekki vita þá er hún ein færasta sminka landsins, með frábært hugmyndaflug og gríðarlega vandvirk. Svo sá ég um að gera hárið á öllum krökkunum og fékk alveg að njóta mín í skemmtilegum greiðslum.

Hér eru nokkrar myndir frá gærdeginum.

iglo9

iglo12 iglo6

Hér fyrir ofan sjáið þið Guðbjörgu að verki. Snillingur hér á ferð.

iglo1 iglo4 iglo7

Íris Dögg ljósmyndari fór á kostum, ótrúlegt hvað hún var góð með krakkana.

iglo8 iglo10

Ég skellti einu Ígló&Indí tattúi á mig. Ótrúlega skemmtilegt!

iglo11

Helga Ólafs að gera krakkana flotta fyrir myndatökuna.

iglo13

Þvílíkt útsýni!!!!

iglo5

 

MoYou naglastimplar

Skrifa Innlegg