Ég, ásamt svo mörgum öðrum sem versla í IKEA, fjárfesti í myndahillunum RIBBA fyrir nokkru síðan. Það góða við hillurnar er að þær bjóða upp á endalausa möguleika, en það getur svo sem líka verið galli. Ég er alltaf að færa mínar til, skipta út myndum og fleira á hillunum sjálfum og virðist ekki geta ákveðið mig hvernig ég vil hafa þær uppsettar. Ég ákvað þá að vafra aðeins á netinu í leit að innblæstri með uppsetningu þeirra. Sjá hvort það væru nýir möguleikar til staðar sem hefðu ekki komið upp í kollinn á mér áður.
Já, ég held það nú, það eru þúsund og einn möguleiki í stöðunni og margir þeirra ótrúlega skemmtilegir og útsjónasamir.
Hér eru nokkrar myndir af þeim hugmyndum sem ég rakst á vafrinu um veraldarvefinn.
Barnaherbergið
Eldhúsið
Svefnherbergið
Vinnustofan/hobbýherbergið
Skrifa Innlegg