Ég held að ég sé búin að prófa flest öll sjampóin á markaðinum í dag, kannski ekki alveg …..en nálægt því!
Það sem hefur staðið upp úr hjá mér er K-pak línan frá JOICO, en hún er algjör snilld fyrir hár sem þarf á uppbyggingu að halda. Það þyngir ekki hárið og það góða er að það er hægt að kaupa djúpnæringu og fleiri efni í sömu línu og þau vinna öll saman að því að styrkja hárið. Fullkomið fyrir þurrt hár og mikið litað.
Svo er það sjampóið frá Kérastase Cristalliste, en það sjampó er hægt að fá fyrir fínt hár og gróft. Það er aðeins þyngra en K-pak en gerir hárið silki- silkimjúkt og byggir það upp í leiðinni. Ég elska þetta sjampó, og næringuna líka! Kérastase er dýr vara og þið skuluð vera alveg hundrað prósent viss um að velja rétta sjampóið áður en keypt er!
Svo er það nýjasta sjampóið: Trillance frá Sebastían, það er nú meiri snilldin! Gefur rosalega gott loft í hárið og það verður létt og mjúkt í marga daga! Ég hef aldrei verið með hreint hár í jafnlangan tíma eins og eftir ég notaði Trillance. Það er sjaldan sem hægt er að finna sjampó sem bæði gefur lyftingu og mýkt, svo ég mæli vel með því!
Svo muna stelpur: Þvo hárið 2-5 hvern dag og þvo hárið ALLTAF 2-3 með sjampói í sturtunni!
xxx
Skrifa Innlegg