fbpx

Hugmyndasmiðjan

Ég ásamt mörgum öðrum foreldrum Reykjavíkursvæðisins, hef verið í stöðugri leit að skemmtilegri afþreyingu fyrir Ólíver um helgar, eða einfaldlega eftir að hann kemur heim frá dagmömmunni. Þar sem Ólíver minn sem er núna 16 mánaða er búinn að vera mikið veikur síðan í haust, höfum við ekkert getað farið út á róló, ekkert út að leika í snjónum eða stundað neina útivist að neinu leyti nema í mjög skornum skömmtum. Því fór ég í mikla leit að afþreyingu utan veggja heimilisins sem hægt væri að stunda inni.

Ég kynntist Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum fyrir nokkrum mánuðum síðan og hef verið dugleg að fara með hann þangað þegar inniveran heima er að fara með okkur, eða einfaldlega bara til að breyta um umhverfi.

Fyrir þá sem ekki vita er Hugmyndasmiðjan fallegt og opið herbergi í hjarta Kjarvalsstaða með fallegum listrænum bókum, blöðum og litum og er hún opin öllum, ungum sem öldnum. Það skemmtilegasta við hana er að mér finnst alveg jafn gaman að fara þangað eins og Ólíver. Það eru svo mikið að skemmtilegum bókum að glugga í og inn á milli teiknum við Ólíver og litum saman eina mynd (ef svo má kalla).

Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir er hönnuður smiðjunnar og á hún skilið mikið hrós fyrir hugmyndina. Markmiðið er að auka áhuga yngri kynslóðarinnar á list og listsköpun sem mér finnst takast einstaklega vel.

Það skemmir ekki fyrir að kaffihúsið er við hliðina á smiðjunni svo hægt er að stelast í smá hressingu inn á milli =)

hugmyndasm3 hugmyndasm4 humyndasm2 hugmyndasm hugmyndasm7

 

Klippti mig stutt!!!

Skrifa Innlegg