Ég og Ólíver fórum til Noregs í enda Júlí til mömmu&pabba, en þau búa í dásamlegri sveit rétt fyrir utan Osló.
Eins og sannur Íslendingur leit ég við í H&M og fann þar H&M home deild á efstu hæðinni í einni versluninni. Úrvalið var ekkert stórkostlegt, en eins og afgreiðsludaman sagði, þá rýkur allt það “góða” út um leið og það kemur inn í búðina. Ég ætlaði mér að kaupa marmara sængurverasett og alls kyns góðgæti sem ég kynnt mér í nýjasta bæklingi H&M home (sem er dásamlegur) en ekkert af því var til.
Ég fann þó þessa koparstjaka hérna fyrir neðan og er ótrúlega ánægð með þá, fyrir utan að þeir beigluðust smá í ferðatöskunni….en það verður bara að hafa það…. =)
Sjónvarpsskenkurinn sem stjakarnir sitja á klæddum við Emil með marmaralímmiða fyrr í sumar. Sýni ykkur betur frá honum seinna=)
Skrifa Innlegg