fbpx

Hárhugmyndir fyrir helgina

Hár

Næstu tvær helgar eru stórar helgar hvað varðar jólahlaðborð, jólahátíðir og fjölskyldu- og vinahittinga. Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem þið getið nýtt ykkur og notað sem innblástur fyrir allar veislurnar =)

 

0d2969bf1aa0479d6d01d2c1d9cb525b

Hárslaufa er falleg og stelpuleg sem hentar vel í bæði hálf uppsett hárið og í það allt.

3b98453c218c6cb9d401685d7ad14ff1

Klassískt að setja hárið allt upp neðarlega á höfðinu með góðri lyftingu í hnakkanum og fallegri skiptingu (eða engri) að framanverðu.

7faec731d1a753fbc953b15fb047a52f

Þú klikkar ekki með þessa greiðslu! Stórt krullujárn sett í allt hárið og það greitt vel, túperað í rótina og spreyjað.

430a688cbfd5e87bcfc59234820b5351

Falleg lausn þar sem önnur hlið höfuðsins er sleikt aftur og hárið hinum megin leyft að falla yfirvegað fram á andlit.

c36174ab9fbdefb4bd34a43b65020368

Önnur klassísk greiðsla þar sem allt hárið er sett í tvær fléttur og þær vafnar utan um höfuðið. Hentar best í mjög sítt hár.

c84821c797d6fcc3dc88fb437e46ea36

Stórar bylgjur. Fallegt og elegant. Hárið er krullað allt í sömu átt og það greitt MJÖG vel yfir (aftur og aftur).

d0b57f52d5601132a58f73640e65bbe4

“Messy updo”. Hérna er engin regla sem ríkir. Settu hárið í eina, tvær eða þrjár fléttur og spenntu þær niður á þeim stöðum sem þér hentar.

d9c6ba56dd0a0e849adcb26965f0a476

60´s er alveg málið. Túperaðu allt hárið roslega vel og greiddu yfirborðið til að fela ummerki túperingarinnar. Spenntu hárið niður í hnakkanum. Fallegt er að skilja smá hár eftir að framanverðu, en alls ekki nauðsyn.

dda9fc4a339b2322cf775d216f3e114e

60´s Birgitte Bardot greiðsla. Túperaðu hnakkan og hárið að ofanverðu mjög vel og spenntu helming hársins saman í hnakkann.

e36ddfb051e2599a9b9510c507a133e8

Ég bara fæ ekki nóg af þessu hári! Afslappaðir liðir passa við allt!

f186845e8bf1c1a8e2ffcee1e8aac29b

“Messy bun” er búið stelpur. Sleiktur, fallegur, stór og fullkominn snúður er snúður snúðanna.

Jólakerti by Skandinavisk

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Ása Regins

    5. December 2013

    Nei messy bun er ekki búinn ( ég mótmæli harkalega) en þessi er líka flottur, alveg rosalega flottur.. og já, ég þarf líka að taka mig ÁÁÁÁ !!!!

    • Theodóra Mjöll

      10. December 2013

      Haha….jú messy bun er SO OVER ;) Nei nei, maður hefur auðvitað hárið á sér og gerir það eins og manni sýnist. Það eru engar reglur =)

  2. eyrún hrefna

    8. December 2013

    ég er búin að leita útum allt hvernig best er að gera svona svipað og á mynd nr. 2 – en bara meira casual. er komin með svo sítt hár að þetta fer allt í kaos. hvernig er best að gera þetta?

    • Theodóra Mjöll

      10. December 2013

      Hæ. það eru til margar aðferðir að þessari greiðslu. Best finnst mér þó að……
      1. Skiptu hárinu til helminga, þvert yfir hnakkabein og spenntu efri helminginn frá.
      2. Settu lágt tagl í neðri helminginn og spenntu hárið úr taglinu niður í kringum teygjuna þannig að það mynda einhvernskonar pylsu. Einnig er hægt að búa til gat á milli teygjunnar og hársvarðarins og troða taglinu í gegn aftur og aftur þangað til að myndast pylsa.
      3. Þegar þú ert búin að spenna neðri partinn niður, losaðu þá um efri partinn og legðu hann yfir þann neðri. Spenntu svo hárið úr eftir partinum í kringum pylsuna. =)

      Vona að þetta hjálpi !! Það er svo erfitt að útskýra með engar myndir. Spurning um að ég hendi í eina sýninkennslu =)

  3. Hanna María

    3. August 2014

    Hvernig gerir maður svona afslappaða liði eins og á næst neðstu myndinni ? Ég er með þannig hár að það helst ekkert í því nema spreyja það vel með hárlakki, væri þetta þá frekar erfið greiðsla fyrir mig ?

    • Theodóra Mjöll

      3. August 2014

      Það ætti alveg að vera hægt. Gott er að nota til þess millistórt krullujárn, en annars finnst mér undirstaðan í hárinu skipta öllu máli, þ.e hvaða efni þú ert með í hárinu áður en þú krullar það.
      Settu forðu eða annað stíft efni í það blautt, og blástu hárið á þér upp úr því, þannig ættu liðirnir að haldast mun betur. Hárlakk er meira til að setja punktinn yfir i-ið en ekki sem aðal hárefni! =)

  4. Hanna María

    4. August 2014

    Okei frábært! Takk kærlega fyrir þetta!