fbpx

Gínur vekja athygli og aðdáun

 

Það er ekkert leyndarmál að gínurnar sem stara á okkur í gegnum glerið á búðargluggum endurspegla ekki fólkið sem á þær horfa.

Pro Infirmis, samtök fatlaðra í Sviss, fékk þá frábæru hugmynd að gera seríu af gínum byggðar á fólki með líkamlegar fatlanir.

Verkefnið fékk það fallega nafn “Because Who Is Perfect? Get Closer.”

 

Í myndbandinu hér fyrir neðan sjáið þið ferli verkefnisins í heild sinni.

 

 

Næst þegar þið stoppið við búðargluggann og horfið á fullkomnu hávöxnu gínuna í fötunum sem þið vitið að mun aldrei passa eins vel á ykkur og á henni, hugsið með ykkur hvaða skilaboð er verið að senda. Tileinkið ykkur gagnrýna hugsun. Ég veit að eftir þetta myndband þá lít ég gínum öðrum augum.

Hárhugmyndir fyrir helgina

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Margrét

    6. December 2013

    Vá, takk fyrir að “pósta” þessu myndbandi!

  2. Begga Veigars

    6. December 2013

    Fallegt, gæsahúð og allur pakkinn!

  3. dagný

    8. December 2013

    okei, ég fór að gráta!

  4. Arndís

    8. December 2013

    Æðislegt myndband, maður fær tár í augun.

  5. Alda

    8. December 2013

    Þetta finnst mér fallegt.

  6. Kata

    9. December 2013

    Vildi að ég gæti gert 1000 like á þetta video…það fá bara ekki orð líst hvað þetta er flott verkefni hjá þeim og ég held að þetta snerti alla sem sjá þetta og fái fólk til að hugsa út fyrir ramman…!!!