fbpx

Flétta; Orri Finn

Vöruhönnun

Ný skartgripalína Orra Finn hefur litið dagsins ljós og ber heitið Flétta.  Mér þykir því gríðarlega vel við hæfi að ég fjalli um Fléttu þar sem ég er mikill aðdáandi fléttunnar, vinn mikið með hana/þær og eyði gígantískum tíma í að pæla í mismunandi tegundum hennar og útfærslum.  Fléttan stendur fyrir sameiningu, hún varðveitir minningar um kærleikann og er tákn ástarinnar.

Fléttan hefur fylgt manninum frá örófi alda og hjá mörgum þjóðflokkum hefur hún þjónað þeim tilgangi að upplýsa um ættir, hjúskaparstöðu og samfélagsstöðu þess fléttaða. Sumir þjóðflokkar hlaða fléttuna merkingu, hjá norður-amerískum indíánum táknar fléttan t.d. sameiningu og eru lokkarnir þrír hugsaðir sem fortíð, nútíð og framtíð. Börn flétta gjarnan vinabönd og er fléttan þar táknmynd vináttu og gjafmildi. Hárlokkur eða flétta eru gjarnan geymd til minningar um barnæsku eða fyrstu ástina.

Saga Sig snillingur með meiru tók myndir af nýju skartgripalínunni og var myndaserían frumsýnd á opnunargleði Fléttu fimmtudaginn síðastliðinn.

Guðdómlega fallegt!

FLÉTTA 1 (Unicode Encoding Conflict)

FLÉTTA 2 (Unicode Encoding Conflict)

FLÉTTA 3 (Unicode Encoding Conflict)

FLÉTTA 4 (Unicode Encoding Conflict)

FLETTA 5

FLÉTTA 6 (Unicode Encoding Conflict)

FLÉTTA 9 (Unicode Encoding Conflict)

FLÉTTA 13 (Unicode Encoding Conflict)

FLÉTTA 23 (Unicode Encoding Conflict)

Orri Finn er hönnunarteymi Orra Finnbogasonar og Helgu Gvuðrúnar Friðriksdóttur. Orri er gullsmiður og sérhæfður í demantaísetningum og hefur hannað undir nafninu Orri Finn síðan 2002.

Saman hafa Orri og Helga hannað skartgripalínurnar Akkeri (2012), Scarab (2013) og nú Fléttu (2014). 

Skartgripalínan er nýkomin í sölu og fæst í  Mýrinni í Kringlunni, Kraum og Meba/Rhodium.

Frozen tökurnar...

Skrifa Innlegg