fbpx

Er ombre hár búið?

Hár

Ég fæ mjög margar fyrirspurnir um hvort ombre háraliturinn sé búinn?

Svarið er já og nei.

Ég held það sé best að sýna ykkur í myndum hvaða ombre er “inni” og hvað er “úti”.

Hér fyrir neðan sjáið þið hina undurfögru Ciara sem er óhrædd við að prófa sig áfram í háralitum og klippingum. En hennar ombre er mjög skýrt og skilin á milli litatónanna eru hörð.

Að vissu leyti er dökk rót og ljósir endar enn “inni” en þá væri rótin um 1-3 cm en ekki 15 cm eins og hér fyrir neðan…..

….en þetta er sem sagt “úti”.

Ciara-Dark-Roots

Gradual ombre eða stigvaxandi ombre kemur sterkt inn í sumar. Ímyndið ykkur að þið hafið verið á ströndinni í allt sumar og endarnir hafi lýst upp af sólinni og hárið er náttúrulegt og heilbrigt. Þannig ombre viljum við ná. Hvort sem hárið er rautt, dökkt eða ljóst þá er uppskriftin sú sama- það er dekkra í rótina og verður ljósara því nær endanum sem það fer. Ljósasti liturinn er því í bláendum hársins og dekksti liturinn efst……

Það besta við þennan háralit er að ef þið eruð ánægðar með ykkar eigin náttúrulega háralit, er hægt að lita enda hársins í stað þess að lita það allt. Þannig forðist þið að þurfa að fara í litun í rót á þriggja vikna fresti. Win win!

Gleðilegt sumar <3

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

 1. Helga Finns

  25. April 2014

  Fleiri svona færslur :)

 2. Bríet Kristý

  26. April 2014

  Ég hef einmitt mikið verið að spá hvernig ég eigi að útfæra svona í síða ljósa ljósa hárið mitt. Sá nýju myndirnar af þér á FB og kolféll fyrir hárinu á þér! Mjög flott..

  • Theodóra Mjöll

   28. April 2014

   Jii minn takk fyrir það <3

 3. Sara Falkenberg

  27. April 2014

  Þetta kallast “balayage” ;-D

  • Theodóra Mjöll

   28. April 2014

   Ég er einmitt búin að vera að spá í hvað þetta heiti eiginlega, en fann bara “gradual ombre”.
   Hef einmitt oft heyrt þetta orð en aldrei vitað hvað það stendur fyrir…nú veit ég það =)
   Taaakk =)

 4. Sara

  28. April 2014

  En þegar maður er komin með þetta 15 cm ombre look einfaldlega af því maður er að reyna láta litinn vaxa úr. Er Þá hægt að lita endana til þess að fara jafnari lit í allt hárið, án þess að lita rótina?

  • Theodóra Mjöll

   28. April 2014

   Já það er ekkert mál =)

 5. Ingibjörg ósk marinós

  28. April 2014

  Þarf ekki einusinni að lita, það er hægt að nota go blonder spreyjið til að fá þetta look :) mörg youtube video im hvernig sé hægt að ná þessu looki með því að spreyja þvi i endana og blása svo með hárblásara :)

  • Rut R.

   29. April 2014

   helst það eða þarf að gera það í hvert skipti sem maður vill hafa lookið?

  • Rut R.

   29. April 2014

   Helst það? eða þarf að gera þetta í hvert skipti sem maður vill hafa lookið?