Ég fæ mjög margar fyrirspurnir um hvort ombre háraliturinn sé búinn?
Svarið er já og nei.
Ég held það sé best að sýna ykkur í myndum hvaða ombre er “inni” og hvað er “úti”.
Hér fyrir neðan sjáið þið hina undurfögru Ciara sem er óhrædd við að prófa sig áfram í háralitum og klippingum. En hennar ombre er mjög skýrt og skilin á milli litatónanna eru hörð.
Að vissu leyti er dökk rót og ljósir endar enn “inni” en þá væri rótin um 1-3 cm en ekki 15 cm eins og hér fyrir neðan…..
….en þetta er sem sagt “úti”.
Gradual ombre eða stigvaxandi ombre kemur sterkt inn í sumar. Ímyndið ykkur að þið hafið verið á ströndinni í allt sumar og endarnir hafi lýst upp af sólinni og hárið er náttúrulegt og heilbrigt. Þannig ombre viljum við ná. Hvort sem hárið er rautt, dökkt eða ljóst þá er uppskriftin sú sama- það er dekkra í rótina og verður ljósara því nær endanum sem það fer. Ljósasti liturinn er því í bláendum hársins og dekksti liturinn efst……
Það besta við þennan háralit er að ef þið eruð ánægðar með ykkar eigin náttúrulega háralit, er hægt að lita enda hársins í stað þess að lita það allt. Þannig forðist þið að þurfa að fara í litun í rót á þriggja vikna fresti. Win win!
Skrifa Innlegg