fbpx

Disney ævintýrið frá A-Ö

DisneyHárUmfjöllunVinnaVinna & verkefni

Mig langar aðeins að deila með ykkur Disney ævintýrinu mínu sem er búið að vera ótrúlega magnað!

Í sumar gerði ég semsagt tvær hárbækur fyrir Disney samsteypuna, annars vegar bókina Disney Prinsess Hairstyles og hins vegar Disney Frozen Hairstyles.

Munurinn á milli þessara tveggja bóka er sá að fyrsta bókin, Disney Princess Hairstyles er hárbók byggð á ellefu “official” prinsessum Disney (Öskubuska, Rapunzel, Ariel, Þyrnirós og fleiri) en þar stúderaði ég teiknimyndirnar og allt sem viðkemur varningi og auglýsingarefni út frá hverri og einni mynd. Ég bjó til þrjár til fjórar hárgreiðslur fyrir hverja og eina prinsessu og er bókin kaflaskipt eftir þeim.

Það var mjög skemmtilegt að stúdera klassískar Disney teiknimyndir og myndir sem höfðu mikil áhrif á mig sem lítil sveitastelpa út frá allt öðru sjónarhorni en áður. Skoða teikningarnar og fólkið á bak við myndirnar, hvernig hártíska karaktera myndanna endurspegla hártísku hvers tímabils útaf fyrir sig miðað við hvenær myndirnar eru gefnar út. Ég eyddi ófáum kvöldum í að horfa á teiknimyndir með popp í einni og kók í hinni og þegar Emil maðurinn minn glotti og spurði hvað ég væri eiginlega að gera, þá var mjög gaman að segja: “Ég er að vinna”! =)

Disney Princess Hairstyles bókin kemur einungis út í Ameríku og fer ekki í sölu fyrr en 25.nóvember, en hún er nú þegar búin að seljast í mörgum tugum þúsunda eintaka í forsölu!! Ég var einnig að frétta í gær að hún er bók nr.1 á lista Amazon yfir “Amazon Hot New Releases” sem er fáránlega magnað!

1486173_10152443522626921_9044306162541637113_o

PRINCESS1

 

 

Viku eftir að ég kláraði og skilaði af mér Disney Princess Hairstyles hafði Edda útgáfa, sem gefur bækurnar mínar út, samband við mig og báðu mig að gera aðra eins bók þó aðeins minni, sérstaklega út frá FROZEN ævintýrinu mikla sem er ein stærsta og vinsælasta teiknimynd allra tíma. Ég að sjálfsögðu sagði “JÁ” og sökk mér ofan í ævintýrið, en ég fékk mjög stuttan tíma til að gera bókina vegna þess að við þurftum að ná henni fyrir jól í sölu. Júlí og ágústmánuður fóru í það að horfa á Frozen, stúdera karakterana og hárið á þeim systrum Önnu og Elsu, búa til fléttugreiðslur sem pössuðu við teiknimyndina og svo miklu miklu meira.

Það má segja að sumarið mitt hafi verið eitt stórt Disney ævintýri  =)

Frozen Hairstyles kemur einnig út í Ameríku 25.nóvember, en hún kom út á Íslandi í síðustu viku og eftir aðeins nokkra daga í sölu er hún komin í topp 10 lista yfir mest seldu bækur á Íslandi 1.-16. nóvember.

Disney-Frozen-Hairstyle

 

Ég er auðvitað brjálæðislega þakklát öllum þeim sem komu að gerð bókanna, en ég gerði þetta sko EKKI ein! Edda USA er 100% á bak við bækurnar, þau taka alla áhættuna og hafa óbilandi trú á mér og því sem mér dettur í hug, sem er ómetanlegt. Bestu hlutirnir gerast í góðu þverfaglegu umhverfi !

10649019_10152545293633412_8680712400485214889_o

 

Hér held ég á frumeintökum bókanna sem ég er sjáanlega mjög vandræðalega stolt af =)

 

 

 

Jólapeysur þurfa ekki að vera hallærislegar

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Erla Heimisdottir

    21. November 2014

    Algjör snillingur og frábært framtak allar bækurnar þínar ;)

  2. Rut R.

    22. November 2014

    til lukku með bækurnar :)
    En má ég forvitnast um hvaðan þessi æðislega skyrta er?

  3. Guðrún Björk

    23. November 2014

    Innilega til hamingju!!
    Langar líka að forvitnast um hvaðan þessi skyrta er? :)