fbpx

Brjálaðar krullur; sýnikennsla

HárHH simonsen

Í maí síðastliðnum gerði ég “style guide” fyrir hárvörumerkið HH simonsen, en það er einshverskonar bók/tímarit þar sem ég sýni hvernig hægt er að nota járnin frá HH simonsen á marga skemmtilega máta. Bókin er sett upp á svipaðan hátt og bókin mín Hárið þar sem skref-fyrir-skref myndir eru á vinstri síðu hverrar opnu og loka útkoman á þeirri hægri.

Bókin er komin út í Norðurlöndunum en hún er til bæði á dönsku og ensku. Því miður verður hún þó ekki til sölu eða til sýnis hér á Íslandi og ég er ekki einu sinni búin að sjá bókina sjálf, hlakka þó mjög mikið til að sjá hana….

Við gerðum myndbönd við allar greiðslurnar og er eitt þeirra komið á netið.

Ef ykkur langar að læra að gera brjálæðislega flottar og miklar krullur, horfið þá á myndbandið hér fyrir neðan ;)

Ungbarna fatamarkaður á morgun :)

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Ragnheiður S Árnadóttir

  29. October 2013

  Hvar fær maður svona fínt ?
  Er með svo leiðinlega þungt hár og get ekki notað hvað sem er í hárið á mér.
  Hef samt góða reynslu af HH Simonsen :)

  • Theodóra Mjöll

   30. October 2013

   Járnin fást á mörgum hárgreiðslustofum svo sem Kompaníinu og Rauðhettu&Úlfinum.
   ég eeelska þetta járn, það er hægt að gera margar mismunandi gerðir af krullum með þessu eina járni =)