Ég kom við í ELLA í dag en það vill svo heppilega til að búðin er staðsett ca 2 metrum frá Rauðhettu (ókei smá ýkjur) svo ég rétt skrapp þangað á milli kúnna.
Eftir gott spjall við Elínrósu sem er alltaf jafn hress, sagði hún mér frá því að þau verða með brunaútsölu á vel völdum vörum á morgun.
Þrjú verð eru í boði, 5 þúsund, 10 þúsund og 15 þúsund!
Þetta er eitthvað sem allar smekkkonur mega ekki láta fram hjá sér fara! Hugsið ykkur að geta verslað fallegan kjól eða pils úr gæða efnum fyrir jólin. Ég veit allavegana að ég er að fara þangað á morgun og næla mér í eitthvað =)
Það sem mér finnst frábært við vörurnar frá ELLA er að efnin eru valin af mikilli kostgæfni, sniðin eru klassísk og detta aldrei úr tísku.

Skrifa Innlegg