fbpx

Akureyrarferð

Jóla

Ég skrapp í stutta en frábæra ferð til Akureyrar í dag, sem byrjaði þó með smááá (3ja tíma) seinkun á flugi vegna veðurs en það reddaðist allt saman. Ég var send á vegum Símey til að halda tvö ótrúlega spennandi hárgreiðslunámskeið fyrir skvísurnar á Akureyri sem heppnaðist svona afskaplega vel.

Herra Ólíver Jack kom með mér og var þetta hans fyrsta flugferð, enda bara 7 vikna elsku kallinn og gekk allt eins og í sögu.

Akureyringar kunna sko sannarlega að skreyta húsin sín en Reykvíkingar ættu að skammast sín (og ég er þar á meðal) fyrir skreytingarleysi, því eftir þessa stuttu ferð er ég sko komin í jólastuð!! Jólaseríur í hverjum einasta glugga, greni og snjór! Mæli með Akureyrarferð fyrir þá sem langar að komast í gott jólaskap :)

Hérna eru nokkrar myndir úr ferðinni…..

opnir skór og stuttir sokkar

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Asa

    3. December 2012

    Vá hvað þú ert með flottan hárlit! Núna styttist í jólaklippinguna, ekki geturðu “útskýrt” hvernig lit þú ert með svo að ég geti útskýrt fyrir hárgreiðslukonunni hvað ég er að meina? Það endar yfirleitt þannig að maður er hálfóskiljanlegur þegar maður er að lýsa hárlit eða að sýna mynd af hári með einhverri pínulítilli mynd í símanum :)
    Kær kveðja og takk fyrir frábært blogg!

    • Theodóra Mjöll

      4. December 2012

      Hææ og takk fyrir það. Ég er með mjög dökkt hár sjálf og ég hef síðustu tvö ár sett bara heillit yfir mig, þess vegna verður það alltaf dekkra í rótina og ljósara í endana.
      Ástæðan fyrir því að það er svona gyllt er vegna þess að ég set mjög ljósan og kaldann lit í mig en hann verður ekki ljósari en þetta. Svo það er mjög erfitt að segja þér hvaða lit þú átt að velja því það er svo mismunandi eftir því hvernig hárið á þér er áður en það er litað…..
      Vona að þú skiljir eitthvað hvað ég meina…
      En annars notaði ég síðast litinn 10B í 9% festi frá JOICO :)

  2. þóranna

    3. December 2012

    svo gaman að sjá ykkur.

    • Theodóra Mjöll

      4. December 2012

      Enn betra að sjá ykkur…