Ég skrapp í stutta en frábæra ferð til Akureyrar í dag, sem byrjaði þó með smááá (3ja tíma) seinkun á flugi vegna veðurs en það reddaðist allt saman. Ég var send á vegum Símey til að halda tvö ótrúlega spennandi hárgreiðslunámskeið fyrir skvísurnar á Akureyri sem heppnaðist svona afskaplega vel.
Herra Ólíver Jack kom með mér og var þetta hans fyrsta flugferð, enda bara 7 vikna elsku kallinn og gekk allt eins og í sögu.
Akureyringar kunna sko sannarlega að skreyta húsin sín en Reykvíkingar ættu að skammast sín (og ég er þar á meðal) fyrir skreytingarleysi, því eftir þessa stuttu ferð er ég sko komin í jólastuð!! Jólaseríur í hverjum einasta glugga, greni og snjór! Mæli með Akureyrarferð fyrir þá sem langar að komast í gott jólaskap :)
Hérna eru nokkrar myndir úr ferðinni…..
Skrifa Innlegg