Ég var ráðin sem alhliða stíllisti fyrir júróvisjón atriði Regínu Óskar sem hefur verið mjög gaman og lærdómsríkt ferli, en ég hef ekki mikið verið voðloðin Júróvisjón áður. Ég er ekki frá því að ég sé orðin forfallin Júró aðdáandi eftir þetta skemmtilega verkefni.
Þetta er í fyrsta skiptið sem ég vinn algjörlega út frá tilfinningum sem ég fæ úr tónlist sem hefur sýnt mér að það er í raun ekkert öðruvísi að vinna út frá tilfinningum úr tónlist en þeim sem maður fær úr hlutum og efnum. Þetta er allt spurning um opið hugarfar og að leyfa flæði og tilfinningum að stjórna ferðinni.
Þegar ég hlustaði á lagið þá sá ég hlýleika, ævintýraþrá, ást og kærleik, leikgleði, minningu, frelsi, von og draum. Lagið fékk mig til að hugsa um náttúruna svo það var strax pæling að vinna annað hvort með vorið og allt sem það hefur upp á að bjóða EÐA veturinn. Kaldan, kyrrlátan og fallegan veturinn. Eftir miklar pælingar og fundi með alls kyns fólki sem viðkemur skipulagningu Júróvisjón í ár, ákváðum við að vinna með veturinn sem er búið að vera mjög gaman, enda er ekki langt í að sækja innblásturinn í kaldan vetur (hvenær fer samt vorið að koma?..án gríns mig langar í sól)!!
Kjóllinn er búinn að vera mikill “hausverkur” en það er nefnilega alveg ótrúlegt hvað það er margt sem virkar ekki á sviði. Mörg efni og margir litir og línur virka ekki og það er oft ekki hægt að komast að því fyrr en komið er upp á svið og kannski búið að eyða mörgum vikum og háum upphæðum í að hanna og sníða kjólinn. Það voru einmitt einhverjir þeirra sem tóku þátt í Júró síðustu helgi sem lentu í því að þurfa að skipta um föt degi fyrir keppnina (eins og t.d Stefanía sem ég greiddi einnig fyrir keppnina). Vonum að það komi ekki fyrir hjá Regínu!!
Ég læt nokkrar myndir fylgja með sem lýsa stemningunni í kringum júróstússið =)
Frú Mygla og frú Hress í yfirhalningu fyrir laugardaginn.
Lind búningahönnuður og Regína með lillann sinn í mátun.
María Björk alhliða verkefnastjóri í atriði Regínu og höfundur lagsins.
Föndurgerð fyrir kjólinn, sem tók skal ég ykkur segja nokkuð marga klukkutíma!
…….
Ég veit ekki með ykkur en ég er orðin svolítið spennt fyrir laugardagskvöldinu =)
xxx
Theodóra Mjöll
Skrifa Innlegg