fbpx

Föstudagslúkkið er bland í poka!

HúðLífið MittLúkkMakeup ArtistNáðu LúkkinuSnyrtibuddan mín

Þessi helgi er svo sannarlega búin að vera ein sú annasamasta í langan tíma! Svo hún hefur vægast sagt liðið mjög hratt en við náðum samt aðeins að gefa okkur smá tíma til að taka til sem var nú orðið frekar nauðsynlegt og þar á meðal var að fara í gegnum allar snyrtivöru kommóðurnar og losa út það sem ekki var í notkun – það sama má segja um fataskápinn.

Helgin byrjaði á 30 afmæli hjá einni vinkonu sem er með mér í mömmuhóp. Við parið skemmtum okkur konunglega og það var dáldið fínt að komast aðeins út í smá partý stemmingu. Við vorum þó ekki lengi þar sem í gær var árshátíð í vinnunni hjá Aðalsteini sem ég segi ykkur betur frá í vikunni og sýni ykkur förðunarlúkkið.

En hér sjáið þið föstudagsförðunina sem var nu heldur einföld en með nokkrum skemmtilegum smáatriðum.

föstudagslúkk2

Eins og svo oft áður legg ég mikla áherslu á fullkominn grunn svo ég legg alltaf áherslu á að húðin sé áferðafalleg, ljómandi og eins náttúruleg og ég get. Ég setti smá skyggingu í kringum augun með kremaugnskugga og fallegum maskara og toppaði lúkkið með nude lituðum varalit sem er í miklu uppáhaldi.

Ég tók saman myndir af vörunum svo þið gætuð séð almennilega hvernig þið getið apað eftir þetta einfalda lúkk…

föstudagslúkk

1. Miracle Cushion farðinn frá Lancome – þessi glæsilegi nýji farði er búinn að vera í mikilli notkun á síðustu dögum. Fyrir og eftir færsla er væntanleg í nýrri viku en farðinn gerir húðina náttúrulega og fallega og umbúðirnar eru sérlega skemmtilegar en hér er á ferðinni fljótandi farði í fyrsta sinn í compact umbúðum!

2. Cover Stick frá Maybelline – allt í einu varð ég voða fátæk á hyljara, ég nota sjálf alltaf svona létta fljótandi hyljara en fann engann þetta kvöld svo ég greip í stift hyljarann minn. Kosturinn við þennan er að ég maka honum bara þar sem ég þarf og blanda honum svo saman við farðann með buffing bursta.

3. Rouge Volupté frá YSL í litnum Nude Beige – þessi litur er hinn fullkomni nude litur fyrir mitt litarhaft og hann er í stöðugri notkun. Þið munið sjá meira af þessum varalit í vikunni þar sem hann er í þónokkrum færslum sem munu birtast á næstu dögum.

4. 5 in 1 BB Eyeshadow frá bareMinerals í litnum Divine Wine – ég dýrka þessa kremaugnskugga frá bareMinerals. Svo einfaldir í notkun og fullkomnir til að grípa í þegar tíminn er enginn en mann langar þó í smá skyggingu. Litirinir eru flottir einir og sér eða undir aðra.

5. Brow Artist Plumper frá L’Oreal í litnum Dark Brown – dags daglega nota ég yfirleitt alltaf litað augabrúnagel sem ég renni í gegnum mínar augabrúnir. Gelið gefur mér meiri dýpt og hjálpar mér við að móta og greiða augabrúnirnar og halda þeim á sínum stað. Ég elska hversu náttúrulegar þær verða og gelið frá L’Oreal er í stanslausri notkun þessa dagana hvort sem um er að ræða dag- eða kvöldförðun. Ég nota dekksta litinn sem í boði er en gelið er líka til glært.

6. Enlighten EE Cream frá Estée Lauder – uppáhalds stafrófskremið mitt þessa dagana og mér finnst svakalega gaman hvað þið hafið haft mikinn áhuga á að lesa ykkur til um kremið en þið getið séð fyrir & eftir færslu með kreminu hér aftar á blogginu. En kremið gefur húðinni hinn fullkomna grunn sem það þarf til að vera ljómandi og falleg og það bara eyðir litamun í húðinni það er hálf fáranlegt.

7. Contour Kit frá Anastasia Beverly Hills – ég er meira og meira farin að grípa í þetta skemmtilega contour kitt frá Anastasia sem fæst hér hjá nola.is. Ég hef mest nýtt það í takt við góð ráð frá lesendum en guli liturinn sá ljósi er fullkominn undir augun og á þau svæði húðarinnar sem standa fram. Litatónninn er alveg fullkominn en stundum blanda ég möttu ljósu litunum tveimur saman líka. Highlighterinn er náttúrulegur og flottur og til að skyggja blanda ég saman dökka miðju litnum og þeim sem er til vinstri í pallettunni. Saman mynda þeir fullkominn skyggingalit. Frábær palletta sem stenst svo sannarlega væntingar og eru ein af mínum bestu kaupum!

8. Lífrænn svartur maskari frá Ilia – maskari frá dásamlega fallega lífræna merkinu Ilia sem fæst í nola.is. Hér er á ferðinni fyrsti lífræni maskarinn sem mér finnst ekki bráðna á augunum mínum og leka útum allt. Ég elska hvað gúmmígreiðan gerir augnhárin mín falleg því hún greiðir svo svakalega vel úr þeim – maskarann nota ég bæði dags daglega og á kvöldin. Hér er ég bara með svona passlegt magn en næsta lúkk sem ég sýni ykkur með þessum er aðeins ýktara og með gerviaugnhárum og þá fær maskarinn svo sannarlega að sýna hvað í honum býr.

9. Blush Subtil kinnalitur frá Lancome í litnum Pépite de Corail – ég elska kinnaliti þið vitið það manna best. Þessi fallegi nýji púðurkinnalitur frá Lancome er sannarlega skemmtilegur og gefur andlitinu fullkominn lit og frísklegan ljóma.

föstudagslúkk

Að lokum þá er ég eins og lofað var búin að draga úr nýjasta múmínbollann. Ég get nú sannarlega sagt að þáttakan kom mér svo skemmtilega á óvart mér finnst alltaf jafn gaman að gefa múmínbolla sérstaklega til annarra aðdáenda eins og mín.

Hér sjáið þið nafn sigurvegarans…Screen Shot 2015-03-01 at 5.33.08 PM

 

Innilega til hamingju Hjördís! Endilega sendu mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is og svo við getum mælt okkur mót og bollinn komist í réttar hendur.

Annars vona ég að helgin ykkar hafi verið jafn góð og mín og ég hlakka til að hefja nýja vinnuviku fulla af krafti!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég bæði keypt og/eða fengið sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Spurt & Svarað: Katla Hrund

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Ingibjörg

  4. March 2015

  Hæ…langaði svo að vita afhverju notar
  þú bæði 1 og 6 er ekki bara nóg að nota
  6 ?

  • Hæ Ingibjörg :) Ég hvet þig til að kíkja á færsluna mína um EE kremið þá sérðu betur hvernig það er en ég skal líka skrifa hér stutta útskýringu á því afhverju ég er að nota þær báðar :)

   Ég er alveg obesessed með að vera með fullkomna áferð á húðinni minni, ég elska að dekra við hana og til að fá akkurat þá áferð sem ég vil þá blanda ég hér tveimur vörum saman sem saman gefa mér þessa fullkomnu áferð. EE kremið nota ég meira hér sem primer til að draga úr ójöfnum litum í húðinni og til að gefa mér náttúrulegan ljóma sem skín undan farðanum. Farðinn fær þá meira að njóta sín til að fullkomna alveg áferð húðarinnar, gefa mér þekjuna sem ég þarf til að hylja það sem ég vil fela og gefa mér enn meiri ljóma. Saman finnst mér þessar vörur gefa mér alveg ómótstæðilegt yfirborð!

   Ég myndi fyrir svona tilefni eins og þetta ekki nota EE kremið eitt og sér því það er ekki með mikla þekju, ég vildi meiri þekju þar sem tilefnið var afmæli. Á meðan ég nota EE kremið meira eitt og sér dags daglega. Þegar ég skrifa þetta til þín sit ég við tölvuna með ekkert annað en EE kremið á húðinni :)

   Vona að þetta hjálpi eitthvað og hér er linkurinn..
   http://trendnet.is/reykjavikfashionjournal/nu-thurfum-vid-ad-raeda-ee-krem/

   EH