fbpx

Annað Dress

Annað DressDiorLífið MittlorealLúkkmakeupMakeup ArtistMax FactorMaybellineNáðu LúkkinuNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Við hjónin fórum saman á jólahlaðborð vinnu mannsins míns á föstudagskvöldið. Hér sjáið þið fallega kjólnum sem ég klæddist og förðunina sem ég skartaði.

hlaðborðdress4 hlaðborðdress3

Kjóll: AndreA Boutique
Sokkabuxur: Oroblu (ég sný þeim reyndar öfugt)
Skór: Zara

Förðunin:

hlaðborðdress2hlaðborðdressHúð:
L’Oreal fjólublátt CC krem, Max Factor 2 in 1 foundation, True Match hyljari frá L’Oreal, Wonder Powder Make Up Store, Dream Sun Bronzer Maybelline, kremkinnalitur frá Max Factor og Master Piece kremaugnskuggi frá Max Factor (ég notaði hann sem highlighter).

Augu:
Dior hátíðarpalletta – meira HÉR, Vatnsheldur eyeliner frá Max Factor og Clup Defy maskari frá Max Factor (fyrsti maskarinn sem ég hef prófað frá merkinu, ég kann mjög vel við hann en hann minnir mig á Catchy Eyes frá Gosh sem er einn af mínum uppáhalds.

Varir:
Prepare to Pleasure varalitur úr jólalínu MAC, Divine Nights.

hlaðborðdress14

 

Þessi kjóll verður jólakjóllinn minn í ár en hann var líka fáanlegur í bláu og silfruðu. Þetta er ofboðslega fallegt flauel og hann er mjög hátíðlegur. Ég átti reyndar erfitt með að velja á milli lita en ég var næstum því búin að kaupa þann bláa – ég komst þó að þeirri niðurstöðu á endanum að líklega myndi ég nota þann svarta miklu meira. Ég er mjög sátt með ákvörðunina þó mig langi bara að eiga báða liti :)

Það er stóhættulegt fyrir mig að fara í Hafnafjörðinn til Andreu en þar á ég einn kjól reyndar frátekinn sem mig langar ofboðslega mikið í – fullkominn við sokkabuxur fínt eða bara yfir gallabuxur svona hvers dags.

EH

Hátíðarneglur #1

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

7 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    2. December 2013

    Vá Erna Hrund. Þú ert nú meira bjútíið. Og fallegur kjóllinn frá Andreu. :)

  2. Eva

    2. December 2013

    Hæ! Þú ert glæileg! Ég man að þú bloggaðir einhvern tíman sýnikennslu þar sem þú notar maskara með eins bursta og þessi clump defy. Ég var nefnilega að kaupa hann og finnst eins og ég kunni ekki almennilega á burstann. Ertu með góð ráð eða link inn á sýnikennsluna.

    Kærar þakkir!

    • Reykjavík Fashion Journal

      3. December 2013

      hmmm… ég held ég hafi ekki gert sýnikennslu með catchy eyes sem er eiginlega alveg eins og þessi. En ég skal bara reyna að skella í video með þessum á næstunni það er minnsta málið :) En ég hvet þig til að prófa þig bara aðeins áfram með greiðuna nota hana á ólíka vegu til að móta, þykkja og lyfta augnhárunum þínum :)

  3. Guðný

    2. December 2013

    Þú ert allta svo flott og fín <3

  4. Kristín

    2. December 2013

    Hæ! Ég var að spá í varalitnum, ég á sama lit en hann er alveg rauður hvernig geriru hann svona fjólubláan? Notaru varalitablýant undir:-)? Annars rosa flott dress og förðun!

    • Reykjavík Fashion Journal

      3. December 2013

      Hann var ekki svona fjólublár hjá mér heldur, ég held það hafi bara farið eh litafilter á hann þegar myndin var tekin. Liturinn var þó mun fjólublárri á mér heldur en ég hélt að hann yrði. En einmitt þú gæti notað fjólubláan varalit undir litinn ;) En ég þarf að taka aðra mynd af þessum til að sýna hann betur :)