Melkorka Ýrr

WIRELESS 2017

Þá er ég komin heim eftir skemmtilega festival ferð með stelpunum, en eins og ég hef komið inn á áður hér á blogginu fórum við á Wireless sem er haldið í Finisbury Park í London.

Við fórum í fyrra og stóðumst ekki mátið að fara aftur í ár, enda var lineupið hið sjúkasta. Þó það er klárlega vert að gagnrýna það að Wireless fékk aðeins 4 konur af 52 tónlistarmönnum til að koma fram, og er það virkilega súr staðreynd og er klárlega hægt að gera betur.

Ferðin í heild sinni gekk eins og í sögu og vorum við sjúklega (ó)heppin með veður (first world problem hér, en 30 stiga hiti er of mikið fyrir mig hehe), íbúðin sem við vorum í var ekkert smá flott, kósý og í mega nice hverfi í London – allt sem maður gæti þurft á að halda er í max 10 mín göngufjarlægð; Starbucks, lestarstöð, Tesco, veitingastaðir, klúbbar og barir, einnig Shoreditch park sem er tilvalinn í picknick og samskonar skemmtilegheit ef maður hefur áhuga á að kúpla sig aðeins niður og slaka á. Þannig að ég mæli eindregið með að kíkja á Fullwood Mews ef þið eruð á leiðinni til London.

En svo ég komi mér aftur að Wireless, þá var þessi tónlistarhátið sú skemmtilegasta og gaman að sjá hversu margir Íslendingar sóttu hátíðina í ár.
Artistarnir sem sköruðu framúr að mínu mati í ár voru Zara Larsson, Chance The Rapper, Travis Scott og The Weeknd, sturluð show hjá þeim öllum.
Þó að tónlistin sé augljóslega aðal ástæðan af hverju ég fer á Wireless, þá finnst mér gaman að chilla milli atriða og fylgjast með fólkinu í kringum mig og þá sjá í hverju fólk klæðist. En tískan í ár var afar fjölbreytt þó að nokkur trend voru örlítið meira áberandi en önnur t.d netasokkabuxur, klassíska festival syndrom-ið: glimmer, mikill highlighter og fringe, metalic flíkur og off the sholder toppar.
Ég tók ekki margar myndir í ár, líkt og í fyrra enda alltof upptekin af því sem var að gerast, en ég leyfi þó þeim myndum sem ég tók af Wireless að fylgja með!

 

xx
Melkorka

HELGIN:

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. kolbrun

    13. July 2017

    hvaða filter ertu að nota á myndirnar þínar, ekkert smá flott ? :)