Melkorka Ýrr

HELGIN:

Um helgina var slegið í eitt krúttlegt ættarlaukamót á Húsafelli – þar sem allir í kjarna fjölskyldunni hittast alltof lítið, enda getur verið erfitt að finna tíma sem hentar 9 manna fjölskyldu + mökum.

En því miður asnaðist ég til þess að taka að mér vakt á laugardeginum þannig ég náði einungis föstudagskvöldinu og fyrri part laugardags. Ótrúlega nice að komast aðeins í sveitasæluna og hitta þá sem voru komnir, en því miður mætti annar helmingurinn þegar ég var farin :(

Áður en það var lagt í’ann til Reykjavíkur fórum við í göngu um svæðið og gat ég loksins farið í fína nýja göngusettið sem Ellingsen plöggaði mér um daginn, en mamma mín er mjög dugleg að draga mig í alls konar göngutúra, stutta sem langa – svo fínt göngusett kemur sér afar vel fyrir mig, enda er ekkert leyndarmál að mér finnst fátt eins þægilegt, gott og skemmtilegt að líta vel út og vera vel til fara, og er útivist engin undantekning í þeim efnum.

ég klæðist í flíkum frá Ellingsen frá toppi til táar.

xx

Melkorka

LONDON MUST SEE

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Jara sól Guðjónsdóttir

    4. July 2017

    Oh hvað þetta eru fallegar myndir, vildi eg hefði verið með ❤️

  2. Yrsa Hörn Helgadóttir

    5. July 2017

    Æðislegar myndir, þú ert snillingur með vélina.