LONDON MUST SEE

Það styttist óðum í að ég fari til London, en við vinkonuhópurinn erum að fara á Wireless round 2 því við fórum líka í fyrra.

Þar sem það er einungis tæp vika í þessa snilld er ég farin að taka saman staði sem skemmtilegt er að fara á, suma staði sem ég hef saknað og get ekki beðið að fara á aftur og aðra sem mig hefur alltaf langað til að sjá eða prufa, en ekki komist í það að fara á, þar með ákvað ég taka saman lista yfir hluti sem mér finnst vera ,,must see/do” í London.

Persónulega finnst mér mikilvægt að taka amk einn mainstream túristadag í borginni, enda margir skemmtilegir ,,túristastaðir” í boði! Eins og t.d London Eye, labba að Big Ben er alltaf klassísk skemmtun, Buckingham Palace (fara klukkan 11:00 er mjög skemmtilegur tími en þá eru vaktaskipti varðmannana í höllinni, sem er einhver mega athöfn),Westminster Abbey, þræða búðirnar á Oxford Street, Camden, skemmtilegt að fara í picknic í Holland Park ef veður leyfir. Svo er British Museum virkilega skemmtilegt safn sem ég mæli með! Og ætla klárlega aftur á við tækifæri.
Svo er það maturinn… Nandos, Five Guys, Nobu, Wahaca – mjög delish mexíkóskur staður, svo til að mergsjúga breska menningu er crusial að smakka Fish and Chips!

Ég hef því miður engan skemmtilegann leynistað í London sem gæti verið skemmtilegt að versla þar sem ég hef sjálf bara farið á þessa basic staði sem eru Oxford street, Westfield, Camden, Soho, Selfridges og svo auðvitað uppáhalds DSM. Listinn er alls ekki tæmandi og ef þið lumið á einhverjum skemmtilegum stöðum sem ég nefndi ekki hérna fyrir ofan (og þá sérstaklega veitingastaðir) þá megiði endilega deila þeim með mér!

Nokkrar misskemmtilegar myndir frá síðustu tvem London heimssóknum mínum,

þangað til næst

xx

Melkorka

NEW INK

Skrifa Innlegg