WARSAW, POLLAND

Ég er ný komin heim eftir ótrúlega góða verslunarmannahelgi í Warsaw, höfuðborg Póllands. Ég get ekki mælt meira með þessari borg – ótrúlega hrein, gott andrúmsloft, ódýrt verðlag, gott veður, heillandi arkitektúr og fáir túristar svo eitthvað sé nefnt.
Mér hefur lengi langað til að heimsækja Pólland og loksins varð af þeirri heimsókn og mun ég klárlega fara aftur.
Við vorum ótrúlega heppin með veður, og náðum að nýta fyrsta (og sömuleiðis heitasta) daginn á ströndinni meðfram ánni Vistula sem liggur í gegnum Warsaw.
Annars ætla ég ekki að hafa þessa færslu mikið lengri og ætla leyfa myndunum að tala sínu máli..

Annars ætla ég mér að gera aðra ýtarlegri færslu um hvað ég gerði og staðir sem ég mæli með í Warsaw svo fylgist með!
X
Melkorka

 

LATEST OBSESSION: LIME GRÆNT

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1