UPPÁHALDS BUXUR Í RÆKTINA:

Langar að deila með ykkur mínum uppáhalds buxum í ræktina þessa stundina. Nýlega eignaðist ég þessar fínu ræktarbuxur og urðu þær fljótt að mínum uppáhalds. Buxurnar eru eiginlega fullkommar fyrir mitt leiti. Þær eru ekkert smá þægilegar með góðu efni sem heldur vel að, svo eru þær uppháar sem mér finnst skipta höfuð máli þegar það kemur að buxum almennt, og tala nú ekki um hvað maður skítlúkkar í þeim (hehe)

Buxurnar sem um ræðir eru frá Gymshark, mér finnst ég varla þurfa kynna það merki eitthvað frekar þar sem ég sé aðra hverja stelpu á Instagram í ræktarfötum frá þeim og er það ekki að ástæðulausu.
Fyrir utan það að selja þæginleg og flott föt eru þau öll á viðráðanlegu verði.

 

Þær ná vel yfir nafla eins og sést hér

 

Netverslun Gymshark getiði fundið hér

Takk fyrir að lesa

xxx Melkorka

SÍÐUSTU DAGAR...

Skrifa Innlegg