fbpx

SÍÐUSTU DAGAR…

Jara systir mín kom okkur fjölskyldunni heldur betur  á óvart með nærveru sinni s.l fimmtudag, hún kom til Íslands í tæpt viku stopp eftir að hafa verið að ferðast um Bali og Siri Lanka í þrjá mánuði. En þegar þetta er skrifað er hún lögð á stað til Nice í Frakklandi vegna vinnu.

Fyrir áhugasama þá er Jara ný byrjuð að blogga um ferðalögin sín, þar skrifar hún um reynslu sína á hverjum áfangastað fyrir sig, auk þess deilir hún með lesendum skemmtilegum og gagnlegum tipsum um afþreyingu, húsnæði ofl. Og tala nú ekki um myndirnar sem fylgja færslunum en Ben kærastinn hennar er ekkert smá flinkur ljósmyndari –  fyrir áhugasama er hægt að lesa nánar um ferðalögin hennar og Ben hér.

Þessi færsla átti samt ekki BARA að snúast um Jöru og hennar ferðalög, heldur hef ég (ásamt fjölskyldunni) átt heldur betur góða daga, en þetta er í fyrsta skipti í 3 ár sem við systkinin erum öll á sama stað, sem er auðvitað ótrúlega súrt, en þá metur maður þær stundir sem við náum saman, enn betur.

Á sunnudagskvöldinu fórum við til Dalvíkur, gamla heimabæinn okkar og gengum upp að Kofa, eitthvað sem við gerðum með mömmu þegar við vorum lítil.
Útsýnið yfir Dalvík og nágrenni á leiðinni upp var heldur betur magnað, eina sem hefði getað toppað þetta allt saman var nice sólsetur, þar sem við vorum seint á ferðinni.

 

Í gær (mánudag) gerðum við mamma vel við okkur og fórum í ilmolíu nudd í Aqua Spa, mæli með!

 

Síðan fórum við fjölskyldan í Hof í lunch – kveðjumáltíð fyrir Jöru sem lagði af stað til Frakklands nokkrum klst seinna..

Kjóll – Lindex
Skór – Hertex Akureyri
Gallabuxur – Asos

Takk fyrir að lesa,
X
Melkorka

SVITALYKTAREYÐIR ÁN ÁLS

Skrifa Innlegg