UMHVERFISVÆNN MARKAÐUR @HÓTEL SÖGU

Umhverfisvæni markaðurinn er markaður að mínu skapi sem verður haldinn á Hótel Sögu núna á laugardaginn.

Það er frábært að sjá þennan hóp af fólki, sem eru öll af vilja gerð til þess að bæta umhverfið og vonandi neyslumynstur annara. Á þessum markaði verður hægt að fá allt á milli himins og jarðar, og það frá nokkrum af flottustu verslunum landsins, vörur sem verða fáanlegar eru t.d bambustannburstar, sem eru orðnir afar vinsælir í dag, hægt að kaupa áfyllingu á sjampói (hægt að koma með hvaða ílát sem er fyrir áfyllingu, sápuskeljar án nokkurs plasts, fjölnota túrnærbuxur, stálbox undir nesti ofl..

Ég er sjálf hálfgerður amateur þegar það kemur að umhverfisvænum lífstíl, þó ég sé að sjálfsögðu alltaf að reyna bæta mig í þeim efnum, þannig mér þykir voða næs að geta sótt markað sem þennan, því þarna eru margir vistvænir valkostir samankomnir á einn stað – og þannig myndast tækifæri fyrir fólk í svipaðari stöðu og ég er í, að kynna sér umhverfisvænni kosti – sem maður myndi ekki endilega gera sér grein fyrir að væru til staðar.

Þó ég verði fjarri góðu gamni núna á laugardaginn, vil ég eindregið hvetja sem flesta til að mæta og sjá hvað er í boði á umhverfisvæna markaðinum!

frekari upplýsingar um markaðinn er að finna hér

X

Melkorka

ÉG MÆLI MEÐ: ÁLFABIKAR!

Skrifa Innlegg