ÉG MÆLI MEÐ: ÁLFABIKAR!

Ég tók eftir því að Organic cup séu að auglýsa hjá okkur á forsíðunni á Trendet eftir ég sá instagram story hjá Elísabetu Gunnars hér  og vildi ég þar með nýta tækifærið og impra á hversu góð fjárfesting þessir bikarar eru.

Það er ekki í fyrsta skipti sem undirrituð bloggar um álfabikar en fyrri færsluna er hægt að nálgast hér.
Ég get ekki lofsamað álfabikarinn nægilega mikið. Mun þægilegri í notkun (kom mér virkilega á óvart) og umhverfisvænni en allar þær tíðarvörur sem ég hef notað í gegnum æfina. Ég hreinlega skil ekki afhverju þessir álfabikarar eru ekki til gefins öllum stelpum sem byrja í kynfræðslu, heldur en túrtappar og dömubindi..

Eins og þessi ágæta auglýsing á forsíðunni okkar sínir er einnig sparnaðarfaktor í notkun álfabikarsins, mun ódýra að kaupa sér einn bikar, þegar lengra er litið.

Magnaðar staðreyndir, sem kannski ekki endilega allir gera sér grein fyrir:

Vona allir fjárfesti síðan í álfabikar! Ég keypti minn (organic cup)  í Apóteki Akureyrar – annars fást þeir líka í Lyfja og Lyfja.is
X
Melkorka

ÓSKALISTI Í SEPTEMBER

Skrifa Innlegg