Melkorka Ýrr

SUMAR SORBET!

Vinkona mín Rúbína sagði mér eina mega sniðuga og fljótlega uppskrift af hollum Sorbet.
Sorbetinn er hentugur fyrir þá sem vilja taka til í mataræðinu en vilja samt sem áður geta gripið í eitthvað sætt yfir sjónvarpinu á kvöldin.

Svo er hann góður og ferskur svo hann er tilvalinn til kælingar í sumar, sem verður vonandi stútfullt af sól og hita!

Uppskrift fyrir 4:
180gr Grískt jógurt
3 Bollar frosinn Mango
Dass af kókosmjólk
1tsk hunang (valfrjálst)

Allt sett í blandara, síðan sett í box (gamalt ísbox er sniðugt) stráð kókos yfir og að lokum sett í frystinn yfir nótt.

Myndina tók ég af Pinterest – enda arfa lélegur mata-myndatökumaður

Gott að bera fram með ávöxtum og súkkúlaðisósu úr 70% súkkulaði, eða bara hafa ísinn einn og sér :)

Þangað til næst,
XX
Melkorka

MONKI X LUNETTE

Skrifa Innlegg