MONKI X LUNETTE

 

Ég fagna samstarfinu á milli Monki og Lunette, en þau eru að fara af stað með herferð sem á að vekja athygli á því að það er ekkert af því að fara á túr, og eru sömuleiðis að reyna setja jákvæðann stimpil á það að fara á túr.

Nælur sem verða seldar

Það er því miður þannig að í sumum Afríkuríkjum  að ungar stúlkur mæta ekki í skólann og jafnvel hætta í skóla af því þær fara á túr. Fyrir þeim fylgir ákveðin skömm yfir því að fara á blæðingar, enda er mjög lítið um vörur eins og túrtappar, dömubindi o.þ.h. Þannig þegar þær fara á blæðingar hafa þær ekkert til þess að “fela” það eins og við erum svo heppin að geta gert. Þannig ég er yfir mig ánægð að Monki og Lunette ætla að gefa 5.000 álfabikara til ,,The cup foundation” sem mun sjá til þess að stelpur í t.d í Kenya fái bikar – svo þær geti sinnt skólanum og daglegu lífi án þess að skammast sín og halda sig í fjarlægð, í 5 daga í senn í hverjum einasta mánuði eftir að blæðingar hefjast.


Svo finnst mér álfabikars trendið tær snilld og vona það komi til að vera, þar sem túrtappar og dömubindi er afar óumhverfisvænn varningur – annað en fjölnota bikarinn…

Fyrir áhugasama þá hefst salan á varningnum þeirra um mitt júlí og munu einhverjar vörur vera seldar online!

xx
Melkorka

REYKJAVÍK ROSES PRE-SPRING COLLECTION

Skrifa Innlegg