fbpx

NEW IN: LE LABO

Það eru nú engin undur og stórmerki þegar ég fæ mér nýtt ilmvatn, enda fyrir mér eru ilmvötn einn mikilvægasti fylgihluturinn og á ég því nokkur fyrir mismunandi stemningu. Fyrir utan það þá er ég gjörsamlega forfallinn lyktarperri ef þannig mætti orða það – þar sem ég klárlega manneskjan sem laumuþefar af fólki ef það lyktar vel, sama hvort ég þekki það eða ekki – hehe.

En svo ég komi mér að efninu, þá bætti ég nýjum ilm í safnið í dag og er ég ekkert smá sátt við kaupin. Santal 33 frá Le Labo kallast ilmvatnið, ilmur sem ég sé fram á að nota yfir allar árstíðir.

Lyktin er heldur ólík þeim sem ég hef valið mér í gegnum tíðina, enda alltaf verið mikill sucker fyrir ferskum blómailmum – þrátt fyrir það, er ég ekki frá því að þetta sé uppáhalds ilmurinn af þeim sem ég hef átt. Santal 33 er unisex ilmvatn og er lyktin af því samblanda af Sandalwood, Fjólum, Papyrus, leðri og blóminu Írisi svo eitthvað sé nefnt. Frank Voelkl er síðan “nefið” á bakvið ilminn (major s/o).

Hér fyrir neðan eru svo myndir af dýrðargripnum:

Fékk ég nafnið mitt, eða styttri útgáfuna af því á glasið – persónulegt en á sama tíma skemmtilegt touchè.

Hilsen frá Kóngsins Köben!

xx

Melkorka Ýrr

WORK - BEHIND THE SCENES

Skrifa Innlegg