fbpx

INSPIRED BY: SERENA WILLIAMS

Í sakleysi mínu var ég að taka þennan basic samfélagsmiðla rúnt, tékkaði á Hypebae.com og rakst á grein um Serenu Williams, þá rann upp fyrir mér Simpson þátturinn sem ég horfði á fyrir u.þ.b 5 árum eða svo, þar sem Williams systurnar komu fyrir, eftir þennan þátt hef ég fylgst reglulega með þeim, sérstaklega Serenu..
Og allt Simpson þættinum að þakka!.. skemmtileg staðreynd

Greinin sem ég las inná Hypebae var hinsvegar ekkert skemmtileg eða þ.e.a.s innihald greinarinnar, en hún fjallaði um bréf sem Serena fékk að birta í Porter Magazine fyrir stuttu, bréfið var hennar eigin skoðun og upplifun á kynjamisrétti sem á sér stað í íþróttum. Í stuttu máli er hún að lýsa yfir vonbrigðunum sem fylgja því að vita hversu mikið okkur er mismunað eftir kyni í þeim greinum sem við leggjum fyrir okkur.

Ég get ekki annað en tekið undir það sem hún er að segja, þar sem ég tek sjálf eftir þessu, hér á Íslandi og erlendis (þó að við séum búin að bæta okkur mikið, hvað varðar fréttaflutning ofl) og það er vont að horfa uppá þetta. Það er vont að vita af því að ef þú fæðist sem kona þá áttu ekki möguleika á að vera sem dæmi (afsakið ensku sletturnar) “the greatest”, þú þarft, og verður alltaf að vera”The greatest woman”. Ekki ein af þeim bestu, þá yfir höfuð, heldur besta konan, sem er í sjálfu sér ekki slæmt, en karlinn í sama sporti verður alltaf betri og fær því  titil sem væri þá einfaldlega “the greatest” Ekkert fornafn og engin aukaatriði.

Serena Williams

Sumir eru eflaust að hrista hausinn og hugsa að maður geti nú kvartað yfir öllu, en það er svo mikið meira sem fylgir þessu. Íþróttaviðburðir kvenna eru af mörgum taldir vera leiðinlegri svo í sumum íþróttum þurfa kynsystur mínar að vera í pilsi til að auka áhorfendafjöldann – HA!?!
Einnig fá Konur mun minni hvatningu en strákar til að iðka sína íþrótt, og sérstaklega til þess að vera atvinnumenn. Ég er sjálf sek um það, 11 ára litlu systur mína dreymir um að vera atvinnumaður í fótbolta, ég hef hvatt hana til þess að finna sér plan B, þó hún hafi alla burði og hæfileika til þess að vera best í heimi, ef hún vinnur fyrir því, en er viss um ef ég ætti lítinn bróður í sömu sporum þá myndi ég hvetja hann áfram og ekki spá í plan B eins mikið og ég geri fyrir hana – það er líka auðveldara fyrir hann – fleiri tækifæri og meiri tekjur.

Svo ég tek undir með ofurkonunni Serenu þegar hún segir að við ættum öll að sameinast um eitt og hvetja stelpurnar okkar áfram í því sem þær vilja leggja sér fyrir hendur, hvort sem það er atvinnumennska eða eitthvað annað…

Fyrir áhugasama er bréfið sem hún skrifaði að finna í fullri lengd hér

 x Melkorka

COOL KID: KAIA GERBER

Skrifa Innlegg