HVERSDAGSFÖRÐUNIN MÍN

Mig langar til að segja ykkur frá minni hversdagslegu förðunarrútínu, hún er alls ekki flókin svo hún hentar kannski ykkur sem eruð ekki miklir makeup spekúlerar eins og undirrituð.
Ég legg mikla áherslu á að húðin fái að njóta sín, og ,,less is more” er klárlega eitthvað sem ég hef verið að tileinka mér upp á síðkastið.

1. Góður grunnur

Eins og ég tók fram áðan þá legg ég mikið upp úr því að húðin fái að njóta sín, og til að það gangi upp þarf húðin að vera vel nærð og eru þessar vörur mjög góð tvenna til þess.

Ég byrja á að preppa húðina með Oils of life olíunni þar sem hún nærir húðina og gefur mér góðan ljóma.  Síðan ber ég kremið á mig, enda hugsa ég kremið meira sem primer. Þegar húðin er extra þurr, vegna kulda eða stress blanda ég því stundum við drops of glow og honey bronze vörurnar.

2. Fela vandamálin

Þegar húðin mín er slæm (t.d þegar það er mikið að gera og stresssið lætur það bitna á húðinni eða er bara á túr) þá set ég þennan hyljara á vandamála svæðin, en mér finnst guli tónnin virka vel á roðan sem á það til að myndast. Annars ef húðin er í toppstandi þá sleppi ég þessum parti.

3. ,,Farðinn”

Ég set nokkra dropa af hvorutveggja vítt og breitt á andlitið og dreifi með stuppling brush frá Real Teqnuis. Passa hinsvegar að sleppa setja vörurnar á augnsvæðið!
Ég elska ljómandi húð og get því ekki mælt nógu mikið með drops of glow vörunni. Áður en ég kynntist þessari vöru notaði ég alltaf strobe kremið frá MAC en finnst þessi vara gefa mun betri ljóma og er hún ekki testuð á dýrum.
Síðan er Honey bronze gelið nánast alveg eins og það sem fæst frá Kanebo, nema mun ódýrara.

4. Hyljari

Þennan hyljara set ég á þau svæði sem ég vil birta til á: klassíska þríhyrningin undir augun, á hökuna, ennið, nefið og fyrir ofan efri vör og blanda síðan með rökum beauty blender.

5. Contour & Highlight

Þessi vara er algjör snilld! Þarna hef ég 3 vörur í einni pallettu, en sólapúður og highliter eru oft mjög fyrirferðamiklar í stærð og þar með taka mikið pláss í snyrtibuddunni. Þar sem ég ferðast mikið kemur þessi palletta sér vel fyrir upp á það að halda stærð snyrtibuddunnar í skefjum. 

Dagsdaglega nota ég bronzerinn, kinnalitinn og highlighterinn. Nema ég á það til að nota ,,contour” litinn sem augnskugga til að skerpa það svæði örlítið.

6. Augnsvæðið

Ég nota augabrúnagel frá H&M, en það er búið að endast mér í rúm 3 ár.
Síðan er það my ride or die: Volume million so Couture maskarinn frá Loreal.

7. Varir

Að lokum er það þetta varacombo, hef fengið mörg hrós fyrir varirnar mínar upp á síðkastið og er það þessum glossum að þakka. En ég er öll á gloss-lestinni, enda ekki ennþá fundið þann varalit sem fer mér og er farin að efast að hann sé yfir höfuð til.

 

 Daily journal bókina sem hefur sést á nokkrum myndum fékk ég í Urban Outfitters. 

Mér finnst vert að taka fram að allar þær vörur sem fást í Bodyshop í þessari færslu fékk ég í gjöf, en að sjálfsögðu eru þetta vörur sem ég nota dagsdaglega og mæli heilshugar með.
Er ég mjög glöð að fá að vera í samstarfi með Body shop þar sem ég fýla margar vörur frá þeim jafnt sem afstöðu fyrirtækisins gegn tilraunum á dýrum svo eitthvað sé nefnt.
X
Melkorka

 

WHAT TO WEAR - ICELAND AIRWAVES

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Patrycja

    11. November 2017

    Takk fyrir að koma til okkar í förðun í dag. Var gaman að fá þig😍 Enda eru þessir glossar fullir af góðum olíum og næra vel 😁