WHAT TO WEAR – ICELAND AIRWAVES

 

 

Nú eru aðeins 3 dagar í Iceland Airwaves tónlistarhátíðina hérna á Akureyri svo ég hef verið að sanka að mér dress-innblástri inn á pinterest. Sjálfri finnst mér skemmtilegast að vera lil’bit extra þegar það kemur að fatavali fyrir tónlistarhátíðir svo innblásturinn er í samræmi við það.
Annars er ég orðin mjög spennt fyrir Airwaves og fagna komu hátíðarinnar hingað til Akureyrar, skemmtileg viðbót í annars ágæta menningaflóru okkar Akureyringa :)

Ég er hrifnust af groovy lúkkinu sem hefur verið afar áberandi upp á síðkastið, trackpants á móti djúsaðari hettupeysu, eða bodysuit, toppað með nice skarti og góðri yfirhöfn til að verjast nóvember kuldanum.
Síðan giska ég á að sólgleraugna hype-ið verði afar áberandi yfir helgina ásamt chunky stígvél í anda bonnie boots frá UNIF.

Annars vonast ég til þess að sjá sem flesta á Airwaves á Akureyri um helgina, þangað til næst og takk fyrir að lesa!

X

Melkorka

Endilega fylgið mér á Instagram @melkorkayrr og Snapchat: melkorka.yrr

 

YOUNG KARIN - PEAKIN' FT. LOGI PEDRO

Skrifa Innlegg